Saga - 1974, Blaðsíða 92
84
GÍSLI JÓNSSON
Þetta sé í fyrsta skipti, að slíkt sé berlega viðurkennt út á
við, þótt Tslendingar hafi alltaf haldið því fram. Hannes
telur því alla fyrirvara óþarfa.
Sigurður Eggerz verður ráðherra á þessu þingi og fær
frá flokksbræðrum sínum svofelldan fyrirvara í veganesti
til konungs, þegar hann freistar þess að fá stjómarskrána
staðfesta:
,,Ef svo yrði litið á, að með því, sem gerðist á ríkisráðs-
fundi 20. okt. 1913. . ., hafi uppburður sérmála Islands fyr-
ir konungi í ríkisráði Dana verið lagður undir valdsvið
dansks löggjafarvalds eða danskra stjórnvalda, þá getur
alþingi ekki viðurkennt slíka ráðstöfun skuldbindandi fyrir
Island, þar sem hún bryti í bága við vilja þingsins 1913 og
fyrri þinga. Ennfremur ályktar alþingi að lýsa yfir því, að
það áskilur, að konungsúrskurður sá, er boðaður var í fyrr-
nefndu opnu bréfi verði skoðaður sem hver annar íslensk-
ur konungsúrskurður, enda geti konungur breytt honum
á ábyrgð íslandsráðherra eins og án nokkurrar íhlutunar
af hálfu dansks löggjafarvalds eða danskra stjórnvalda.
Heldur alþingi því þess vegna fast fram, að uppburður
sérmála Islands fyrir konungi í ríkisráði Dana verði hér
eftir sem hingað til sérmál landsins.”
Benedikt Sveinsson telur þennan fyrirvara flokks
bræðra sinna gi’autarlegan og þýðingarlausan og er sann-
spár um það, að hann verði einungis til að sigla stjórnar-
skrármálinu til brots og valda því, að ráðherra segi af sér,
og væri þá verr farið en heima setið. Sr. Sigurður Stefáns-
son segir, að hann hafi aldrei séð ónákvæmara orðalag á
neinu skjali, enda virðist satt að segja, að fyrirvari þessi,
miðað við fyrri yfirlýsingar af danskri hálfu, sé með öllu
ástæðulaus og nálgist að vera móðgandi fyrir konung. En
hann ber sjálfsagt vitni um þá varúð, sem aðstandendur
hans hafa talið þörf á að sýna gagnvart erlendu valdi.
Þegar Sigurður Eggerz ber stjórnarskrána upp fyrir
konungi með fyrirvaranum frá 30. nóv. 1914, ítrekar kon-
ungur enn, að þó uppburður íslenskra sérmála fari fram