Saga - 1974, Blaðsíða 93
í RÍKISRÁÐI
85
í ríkisráði sínu, sé hann ekki lagður undir löggjafarvald
Dana né dönsk stjórnvöld. Hins vegar sé margnefndur
uppburður eina tryggingin fyrir því, að fylgst verði með
að það, sem ráðherra Islands flytji fram, snerti ekki sam-
eiginleg ríkismál. Ekki megi vænta breytinga á þessu
fyrirkomulagi, nema lögfest verði önnur skipun, sem veiti
jafngóða tryggingu.
Sigurður Eggerz vill þrátt fyrir þetta í engu slaka á
fyrirvara alþingis, enda finnst honum, að hann haldi ör-
lagaþráðum íslensku þjóðarinnar í hendi sér. Hann segir,
að það sé ósamrýmlanlegt skoðun alþingis, samkvæmt fyrir-
varanum, að um uppburð íslenskra sérmála bindi konung-
ur vilja sinn við viss atvik, sem löggjafarvald Islands og
stjórn væru ekki einráð yfir, og því hefði konungur ekki
frjálsar hendur um breytingar á ákvæðum, sem farið
kynni að verða fram á af íslands hálfu.
Eftir talsverðar umræður, þar sem konungur vill ekki
fallast á fyrirvarann, eins og hann er, tekur ráðherra aftur
tillögu sína um staðfestingu stj órnarskrárinnar og biðst
lausnar.
Mikið gekk enn á út af fyrirvaranum og öllu þessu,
þegar ráðherra kom heim. Að lyktum tók flokksbróðir
hans, Einar Arnórsson, við ráðherraembættinu og skyldi
samræma vilja konungs og alþingis. Var það maklegt, því
að Einar var einmitt höfundur fyrirvarahugmyndarinnar,
eins og áður er fram komið. Og nú náðist samkomulag.
Einar sagði, að geigur (leturbr. hér) sá, sem kæmi fram
í fyrirvaranum, væri formlegs-fræðilegs eðlis, en íhugan-
ir, sem fram hefðu komið á íslandi, sýndu, að menn teldu
þetta formlega atriði svo mikið grundvallaratriði, að þeir
álitu jafnvel — öldungis gagnstætt því, sem til hefði verið
ætlast með umræðunum í ríkisráði 1913 — skipun þá,
sem þá var fyrirhuguð, afturför í réttarsögu Islands.
Einar lagði til, að konungur staðfesti stjórnarskrána og
gæfi út úrskurð, meðundirritaðan af sér, þar sem tekið
væri fram, að íslensk lög og mikilvægar stjórnarathafnir