Saga - 1974, Page 96
EINAR BJARNASON
Árni Þórðarson, Smiður Andrésson,
og Grundar-Helga
I. Árni Þórðarson.
Hann var uppi 1315—1361, og spor hans verða einkum
rakin í annálum. Flateyjarannáll segir við árið 1315 m. a.:
„fæddur Árni Þórðarson." Fæðingarárs manna er sjaldan
getið í annálum. Sami annáll segir þó við árið 1350:
„Fæddur Jón Hákonarson."
Flateyjarannáll er ritaður í Flateyjarbók fyrir Jón Há-
konarson í Víðidalstungu, og er því fæðingar hans getið.
Ættartala í Vatnshyrnu, sem Jón lét einnig rita, segir
frá því, að kona hans hafi verið Ingileif dóttir Árna Þórð-
arsonar Kolbeinssonar Þórðarsonar kakala. Af þessu
tvennu má með vísu telja, að það sé Árni tengdafaðir Jóns,
sem annállinn telur fæddan 1315, og jafnvíst er, að Árni
er sá, sem hirðstjóri var og oft er getið í annálum síðar,
en enginn maður annar með því nafni er kunnur úr höfð-
ingja tölu á sömu árum sem tengdafaðir Jóns Hákonar-
sonar hefur hlotið að vera uppi. Ef hér hefði verið um
tvo menn að ræða, gat ekki hjá því farið, að annállinn,
þó fáorður og stuttorður sé, mundi aðgreina þessa merkis-
menn sína á einhvern hátt.
Auðvitað er ekki nokkur átylla til að rengja það, að Árni
hafi verið sonarsonur Þórðar kakala, þótt Kolbeins sonar
Þórðar sé ekki getið í Sturlungaaldarritunum. Mun hann
enn hafa verið barn, er Þórður lézt, en eigi skilgetinn.
Flateyjarannál, Lögmannsannál og Gottskálksannál
kemur saman um það, að árið 1354 hafi Ivar hólmur Vig-
fússon komið út með kóngsvald um allt land og hann hafi
„keypt skattinn og öll kóngsmál um 3 ár“. Gottskálksann-