Saga - 1974, Page 97
ÁRNI ÞÓRÐARS., SM. ANDRÉSS., GRUNDAR-HELGA 89
áll orðar það svo sem hér er sagt, en Lögmannsannáll
segir: ..tJtkoma Ivars hólms með þeim kóngsbréfum, að
hann hafði leigt allt Island með sköttum og skyldum um
3 ár og var skipaður hirðstjóri.“ Flateyjarannáll segir:
„Útkoma ívars hólms Vigfússonar og hafði leigt landið allt
um 3 ár og var skipaður hirðstjóri.“
Það að taka landið á leigu með sköttum og skyldum og
að vera skipaður hirðstjóri mun þýða, að konungur fengi
hirðstjóranum í hendur að léni vald það, sem hann átti
að lögum, og rétt til allra tekna sem konungi bæru að
lögum, gegn því að hirðstjórinn greiddi konungi ákveðna
fjárhæð í leigu, hvort sem þær tekjur reyndust meiri
eða minni en leigan. Að sjálfsögðu hefur tekjuvonin verið
töluverðu meiri en leigan. En konungi voru umsömdu
leigutekjurnar miklu vísari peningur en hinar, og hann
gat haft ráð til að tryggja sér leigugreiðsluna. Leigutíma-
bilið hefur að öllum líkindum hafizt um Alþing eða nálægt
miðju ári, en leigumáli á jarðeign hlaut að miðast við far-
dagaár. Þannig er það, að í þau fáu skipti, sem frá þessu
er greint í síðmiðaldaheimildum, hefjast leigutímabil ann-
aðhvort snemma sumars eða um mitt árið. Öhentugt hefði
verið í alla staði að miða við almanaksár.
Leigutími Ivars hólms rann út sumarið 1357. Hann hefur
eflaust verið talinn hafa vaxið að auði og áliti í hirðstjóra-
starfinu, og það hvatti til eftirbreytni. I Gottskálksannál
segir við árið 1355: „Utanferð Andrésar Gíslasonar“ —
og við 1356: „Utanferð Árna Þórðarsonar og Jóns Gutt-
ormssonar, Þorsteins Eyjólfssonar, Jóns Ketilssonar“ —
°g við 1357: „Utkoma Þorsteins Eyjólfssonar. Andrés
Gíslason og Jón Guttormsson og Árna Þórðarson bar að
Hjaltlandi og sátu þar um veturinn." Enn segir annállinn
við árið 1358: „Utkoma Andrésar Gíslasonar og Árna
Þórðarsonar, en Hjaltar dæmdu Jón til Noregs á kóngs
miskunn, og kom hann hið sama sumar til Islands."
Lögmannsannáll segir svo árið 1358: „ . . . Item það
sama sumar komu út lcóngsbréf, að Árna Þórðarsyni og