Saga - 1974, Síða 98
90
EINAR BJARNASON
Andrési úr Mörk voru skipaðir Austfirðingafjórðungur
og Sunnlendingafjórðungur en Þorsteini frá Urðum og
Jóni skráveifu voru skipaðir Norðlendingafjórðungur og
Vestfirðingafjórðungur til hirðstjómar. Höfðu þessir fjór-
ir leigt allt Island með sköttum og skyldum um þrjú ár af
kónginum.“ Flateyjarannáll hermir hið sama, nema Jón
Guttormsson hefur þar týnzt úr upptalningunni, svo að
Þorsteinn Eyjólfsson virðist fyrir það vera settur einn
yfir tvo fjórðunga, einnig gleymist að taka fram, að hann
hafði kornið út ári fyrr en hinir, en hann hefur komizt á
því eina skipi, sem komst út 1357 samkvæmt annálsbroti
frá Skálholti (Isl. ann., 225). Allir hafa þeir farið utan
1356 nema Andrés, sem fór ári fyrr. Svo sem sýnt mun
verða, fer hér Gottskálksannáll með rétt ártöl.
Ljóst er, að nefndir fjórir menn hljóta að hafa komið sér
saman um það svo sem ári eftir að ívar tók hirðstjórn
að taka allir saman landið á leigu með svipuðum hætti og
hann hafði gert. Það er miklu eðlilegra að hugsa sér slíkt
stórbændasamkomulag, áður en á konungsfund yrði haldið,
fremur en að þeir hafi hver um sig haldið utan til að
keppa um, hver úr hópnum fengi landið á leigu. Við slíka
keppni þurfti að sjálfsögðu að hafa á reiðum höndum
tryggingu fyrir þeirri leigu, sem konungur krafðist. Vel
má vera, að Andrés Gíslason hafi farið utan árinu áður
til að undirbúa leigumálann. En hvernig sem því hefur
verið varið, koma þeir út með hirðstjóm. Eftir annáls-
orðunum að dæma virðast þeir hafa verið tveir saman
um hvort lögsagnarumdæmið, báða fjórðunga þess. Þessi
samstjórn tveggja gat hæglega leitt til árekstra milli
þeirra, sem saman fóru með völd, eigi sízt ef leigumálinn
við konung gerði þá samábyrga um athafnir eigi síður en
um skil á leigunni, sbr. orðalag annálanna. Til þessa kann
það að benda, að Árni Þórðarson er í Flateyjarannál talinn
hafa konungsvald, en hann lét höggva Markús barkað, sem
framdi afbrot sitt í Sunnlendingafjórðungi, og að Jón
Guttormsson reyndi yfirreið um Norðlendingafjórðung