Saga - 1974, Page 99
ÁRNI ÞÓRÐARS., SM. ANDRÉSS., GRUNDAR-HELGA 91
árið 1360, eftir því sem sami annáll segir. Menn hlutu
að þola það mjög illa, ef þegnar áttu að vera í óvissu
um, hvorum hirðstjóra lögmannsumdæmisins þeir áttu að
hlýða. Þrátt fyrir orð annála hygg ég því, að samkomulag
hafi í fyrstu átt að vera milli þeirra um, að þeir réðu hver
fyrir sínum fjórðungi lands, þeim sem þeir hafa verið
sprottnir úr, Andrés fyrir Sunnlendingafjórðungi, Árni
fyrir Austfirðingafjórðungi, Þorsteinn fyrir Norðlend-
ingafjórðungi og Jón Guttormsson fyrir Vestfirðinga-
fjórðungi. Um þrjá þeirra eru búsetutengslin kunn, að
vísu ekki glöggt um dvöl Jóns Guttormssonar á Kolbeins-
stöðum, nema lík hans var þangað flutt til greftrunar.
Einu líkur, sem fram koma í skjölum um ætt Árna, eru,
að faðir hans hafi verið sá Þórður Kolbeinsson, sem átti
á sínum tíma jarðirnar Höfðabrekku og Kerlingardal í
Mýrdal, en það var þá í Austfirðingafjórðungi, sem náði
að Jökulsá á Sólheimasandi, sem kunnugt er.
Þegar hirðstjórarnir voru loks allir út komnir 1358,
höfðu þeir þegar misst eitt ár úr af leigutímanum og fóru
að innheimta tveggja ára greiðslur. Ekki er einkennilegt,
að landsmönnum hefur þótt nóg um þetta, eflaust að við-
bættri harðfylgi hirðstjóra. Þá voru jafnframt á ferðinni
visitatores, sem svo voru nefndir, þ.e. umboðsmenn erki-
biskups.
Lögmannsannáll segir einnig við árið 1358: „Fóru visita-
tores kirkjunnar vegna, en þessir fyrrnefndir leikmanna
vegna um allt Island, aflandi og heimtandi peninga af
lærðum sem leikum, sem þeir kunnu að fá. Átti undir þessu
að standa landsfólkið og þyngt með slíkum afdrætti."
Leigutímabil fj órmenninganna hefur runnið út nálægt
miðju ári 1360. Gottskálksannáll, sem virðist fylgja réttu
aratali á þessu tímabili, segir Andrés Gíslason hafa farið
atan 1359. Lögmannsannáll og Flateyjarannáll segja, að
Andrés hafi verið á skipi því, sem fórst hér við land
1359, en mannbjörg varð af. Hann hefur því væntanlega
komizt utan með öðru skipi á sama ári.