Saga - 1974, Page 102
94
EINAK BJARNASON
mörg önnur skapraunarorð til þeirra. Tókst þar fyrir
mikill bardagi, og var Smiður hálshöggvinn, en Jón Gutt-
ormsson var laminn með járnreknum kylfum til bana.
Féllu og margir af Sunnlendingum og nokkrir af Norð-
lendingum, en margir urðu sárir af hvorutveggjum. Lík
Árna bónda var flutt í Skálholt, en Smiður til Hóla, en
Jón Guttormsson til Kolbeinsstaða."
Loks segir í Flateyjarannál við árið 1362: „Fundur á
Hólum Tiburtiusmessu. Komu norðan Eyfirðingar allir,
iærðir sem leikir. Þar kom Smiður og officialis af Skál-
holti. Varð engi sætt. Fóru Eyfirðingar utan á ferju,
Þorsteinn Hallsson . . . prestar, Þorsteinn Eyjólfsson,
Ólafur Pétursson leikmenn . . . Smiður Andrésson fang-
aði Árna Þórðarson og gaf honum að sök Barkaðarmál.
Bauð Árni öll þeirra mál fram til kóngs og þó Smiður
vildi hann í fangelsi hafa, hvað er Smiður vildi með engu
móti hans þau boð hafa og lét höggva hann í Lambey,
frjádag næsta fyrir Johannismessu baptiste. Var lík Árna
fært innan mánaðar til Skálholts og grafinn (svo) þar í
kirkjugarði. Eftir Alþingi reið Smiður norður um land
og með honum margir Sunnlendingar og eigi ort hálfur
fjórði tugur manna. Eyfirðingar höfðu njósnarmenn, og
kom saman mikill lýður á Grund í Eyjafirði á Seljumanna-
vöku. Voru þeir Smiður þar fyrir. Eyfirðingar tóku á
þeim hús. Varð þar bardagi, og lét Smiður þar sitt líf,
Jón Guttormsson (o. fl. eru taldir) . .. féllu alls xiiij. Varð
samkoman nærri miðjum morgni, en lokið var öllum
vígum eftir dagmál . . .“
Enn segir Flateyjarannáll við árið 1367, og er það lík-
lega ári á undan réttu tímatali: „Gengu tylftareiðar á Al-
þingi fyrir Grundarmál." Annálsbrot frá Skálholti segir
síðan við árið 1372: „Þing hið mikla í Eyjafirði, í Spjald-
haga. Komu þar saman Sunnlendingar um Smiðs mál.
Var Smiður úrskurðaður bótamaður af Þorsteini Eyjólfs-
syni á Alþingi.“
Vegna ósamræmis í ársetningu í annálum ríkti lengi