Saga - 1974, Side 103
ÁRNI ÞÓRÐARS., SM. ANDRÉSS., GRUNDAR-HELGA 95
vafi á því, hvort Grundarbardagi var árið 1361 eða 1362.
Jón Jóhannesson segir í íslendingasögu II, 79, að bar-
daginn hafi verið 1361, og byggir hann þá sennilega á
því m. a., sem sker úr um þetta atriði, að dánarár Árna
Þórðarsonar má finna með vissu. Með samanburði á skil-
greiningunni á dánardegi Árna í Flateyjarannál „frjádag
næsta fyrir Jóhannismessu baptiste“ og í Gottskálksannál
„næsta dag eftir (festum) Botolfi abbatis.“ Kemur í ljós,
að þessir dagar falla saman á árinu 1361, en ekki 1362 og
styðst ég hér við það, sem segir á bls. 163—164 í íslenzk-
um ártíðaskrám. Dánarár Árna er því 1361, og dánardag-
ur er 18. júní, og er þá önnur atburðaröð skýr. Smiður
gat ómögulega komið út svo snemma, að allt hafi gerzt á
sama sumri, vingan hans við Árna Þórðarson, ferð hans
til Hóla, dráp Árna eftir það o. s. frv.
Smiður Andrésson var samkvæmt vitnisburði annála
frændi Hrafns lögmanns Bótólfssonar, og fer varla milli
mála, að hann hafi verið bróðir Bótólfs Andréssonar, sem
hér var hirðstjóri 1341—1342; faðir Hrafns er og í ann-
álum talinn norrænn. Smiður var því norskur að ætt og
kemur út sumarið 1360 í Grindavík til þess að taka við
hirðstjórn af fjórmenningunum fyrrnefndu. Hann hefur
ekki staðfestu hér sem íslenzkur bóndi, en hann hefur
eflaust haft með sér norska sveina sína, og bústað hefur
hann væntanlega haft á Bessastöðum, sem konungur átti,
og hirðstjórarnir virðast fyrr hafa búið þar. Hann hefur
verið í tengdum við íslenzkt fólk, er hann var skyldur
Hrafni Bótólfssyni, en annars hefur hann væntanlega verið
okunnugur hér á landi, og aðstaða hans verið óhægari
on innlends manns. Smiður kemur út með fullu hirðstjóra-
valdi, og er það hvergi vefengt, og var þá sjálfsagt, að
hann tæki við því nálægt miðju ári 1360, þótt nákvæm
tímatakmörk hafi varla verið hægt að hafa á valdaskipt-
unum.
Smiður kemur auðvitað ekki með öðrum hug en þeim að
hafa hér vinsamleg skipti við menn, enda var hann í fram-