Saga - 1974, Side 104
96
EINAR BJARNASON
andi landi, og þótt konungur væri að bakhjarli og tungu-
og þjóðernismunur hafi eflaust skipt litlu enn, bundu þó
ættir og vinátta íslenzka bændur saman gegn erlendum
mönnum. Flateyjarannáll segir einnig frá því, að Smiður
hafi bundið vináttu með fastmælum við Árna Þórðarson,
þótt þetta atriði annálsins kunni annars að eiga að benda
á, að Smiður hafi brugðizt Árna, þegar á vináttuna reyndi.
Svo líður veturinn fram að Tiburtíusarmessu, sem er
um miðjan apríl. Þá er fundur á Hólum í Hjaltadal um
óhlýðni presta norðan öxnadalsheiðar við Jón biskup Ei-
ríksson, og þangað fór Smiður ásamt forsvarsmönnum
Skálholtsbiskupsdæmis til þess að reyna að koma á sátt-
um þar.
Gyrður biskup 1 Skálholti hafði drukknað árið 1360
og Snorri Þorleifsson prestur var officialis í Skálholti.
Að sjálfsögðu hvíldi sú skylda á umboðsmanni konungs
að reyna að koma á sáttum í svo alvarlegri deilu, sem
hér virðist hafa verið um að ræða, og er sennilegt, að
það hafi orðið Smið mikil vonbrigði, að sættir skyldu ekki
takast. Svo mikið hefur borið á milli, að eyfirzkir höfð-
ingjar, lærðir og leikir, búast strax til utanfarar, og
það gat ekki verið í neinu öðru skyni en því að halda
á fund konungs og erkibiskups, til þess að þeir skærust í
málið. Nú hafði Smiður „leigt“ landið í þrjá vetur. Kon-
ungur hafði fengið honum í hendur vald sitt þennan
tíma, og því hefur það ekki verið vel séð af Smiði, er ey-
firzkir stórbændur fara utan á konungsfund til þess að
fá skipað málum öðruvísi en Smið hafði tekizt á þeim
tíma, sem hann átti að ráða. Honum höfðu verið fengin
völd, hann hafði keypt þau, og eðlilega vildi hann ráða.
örþrifaráð þessara tíma til að hafa og halda völdum var
hnefarétturinn, og honum beitti Smiður svo sem margir
aðrir gerðu á hans tíma. Þegar hann kom að norðan
snerist hann gegn Árna Þórðarsyni og tók hann til fanga,
en hvað á undan var gengið, vita menn ekki. Vel má
ætla að Árni hafi ekki viljað fylgja honum jafneindregið