Saga - 1974, Page 105
ÁRNI ÞÓRÐARS., SM. ANDRÉSS., GRUNDAR-HELGA 97
og Smiður vildi og Jón Guttormsson fyrrverandi starfs-
bróðir hans gerði, en átylla Smiðs er Barkaðarmál, sem
helzt mætti ætla að hafi gerzt á mörkum þeirra tíma sem
Smiður átti að taka við völdum og Árni að láta af þeim.
Flateyjarannáll, sem greinilega ver gerðir Árna, enda
skráður á vegum tengdasonar hans, segir svo árið 1360:
„Markús barkaður fór heim að Ormi á Krossi, kona
hans og synir 2, og veitandi honum áverka, en sum hald-
andi fyrir, og þar fyrir var Markús, kona hans, sonur,
dæmd dauðamenn á Lambeyjarþingi af 12 mönnum, og
síðan lét Ámi Þórðarson, er þá hafSi konungs vald
höggva þau eftir dóminum.“
Væntanlega hefur verið mjótt á mununum, hvenær hirð-
stjórn Árna og Andrésar Gíslasonar rann út í hendurnar
á Smiði og hvenær vígið á Ormi og aftaka Markúsar bark-
aðar og konu hans og sonar varð. Það má einnig vera, að
heimreiðin að Krossi hafi átt sér stað meðan Smiður hafði
ekki enn tekið við hirðstjómarvöldum, en framkvæmd
dómsins eftir að hann átti að taka við. Um þetta vita menn
nú ekkert frekara en annálar segja, en þegar þeir skýra
frá því, að Smiður hafi gefið Árna að sök Barkaðarmál,
verður að líta svo á, að honum hafi þótt Árni ganga á
valdsvið sitt. Markús barkaður hefur eflaust verið í heldri
bænda tölu, með því að minni háttar menn höfðu engin
skilyrði til árásarferðar í þeim mæli sem hér er um að
i'æða. Kross var höfuðból, og þar sátu efnabændur, þegar
menn vita um ábúð þar. Brot Markúsar barkaðar hefur
eflaust verið dæmt níðingsverk og eignir hans hálfar
dæmdar konungi eftir 4. kap. Mannhelgi Jónsbókar. Þær
eignir hljóta að hafa átt að renna til eignar hirðstjóra,
sem hafði landið á leigu með sköttum og skyldum. Tekjur
sem þessar hafa verið sem hvalreki fyrir leigutakann, og
hefur víst oft verið bitizt um minna.
Það er greinilegt, að norðurreið Smiðs er undirbúin
fyrir Alþing. Hann hlýtur að hafa farið rakleitt af Þing-
velli norður fjöll og niður í Eyjafjörð, og tilgangurinn
7