Saga - 1974, Blaðsíða 106
98
EINAR BJARNASON
er auðvitað sá, að knýja Eyfirðinga til hlýðni við sig
sem löglegan handhafa konungsvaldsins, og er ekkert eðli-
legra en að hann reyni það. Andúðin gegn honum, sem
sprottin var af mótspyrnunni gegn Jóni biskupi á Hólum,
hefur eflaust aukizt við fregnina um aftöku Áma Þórðar-
sonar, sem staðfesti, að hér yrði engin vægð sýnd.
Nú verða átök ekki umflúin. Eyfirðingar hafa njósnir
af för Smiðs, enda erfitt að leyna slíku, og eru viðbúnir.
Elzta heimildin, þótt ógreinileg sé, um forystu Eyfirðinga,
er sú, að hana hafi haft Gunnar í Auðbrekku, bróðir
Grundar-Helgu. Gunnar í Auðbrekku er kunnur maður.
Hann var Pétursson, að vísu ekki kominn að Auðbrekku
1361, en hann bjó þar lengi síðar. Gunnar gæti verið
bróðir Ólafs hirðstjóra Péturssonar, og eru nokkrar líkur
til þess, að svo hafi verið. Hann er væntanlega á bezta
aldri um þetta leyti, um eða innan við þrítugt.
Það er á Seljumannamessu 8. júlí1 1361, sem Smiður
kemur á Grund í Eyjafirði og gistir, en um morguninn
ráðast Eyfirðingar á hann og fylgdarlið hans og lýkur
bardaganum með drápi Smiðs og Jóns lögmanns Gutt-
ormssonar auk fleiri fallinna.
Árni Þórðarson var höggvinn 18. júní 1361, og einum
20 dögum síðar var Smiður veginn.
Lík Smiðs var flutt til Hóla og hann var jarðsettur
þar. Menn hafa reynt að lesa úr vísum þeim, sem Snjólfur
nokkur kvað um Grundarbardaga, og skráðar eru í Flat-
eyjarannál, hverjir hafi verið fyrirliðar Eyfirðinga í bar-
daganum. Margir hafa talið, að átt sé við Þorstein Eyj-
ólfsson í vísuorðunum „varð Þorsteins vigur, vel löng og
digur, með hverri hann, hugarprýði vann,“ en það er alltof
langt seilzt með algengt nafn og er mjög ósennilegt, að
Þorsteinn sá hafi verið í bardaganum. Þeir félagar úr
Eyjafirði, séra Þorsteinn Hallsson, Þorsteinn Eyjólfsson
og Ólafur Pétursson hefðu þegar átt að vera lagðir af
1 ísl. ártíðaskrár, 117.