Saga - 1974, Side 107
ÁRNI ÞÓRÐARS., SM. ANDRÉSS., GRUNDAR-HELGA
stað utan, þegar Smiður kom í Eyjafjörð, enda telja ann-
álarnir þá ekki við bardagann riðna. Fimm árum síðar,
væntanlega 1366, er sagt, að tylftareiðar hafi gengið á
Alþingi um Grundarmál. Hér hefur væntanlega farið fram
eins konar rannsókn á því hvað gerðist og með hvaða hætti
og hver víg voru unnin í Grundarbardaga og á aðdraganda
hans. Loks er það árið 1372, ellefu árum eftir Grundar-
bardaga, að úr því er skorið, að bætur skuli greiddar fyrir
víg Smiðs, og það gerði Þorsteinn Eyjólfsson, sem þá hlýtur
að hafa verið lögmaður. Ekki verður talið, að það komi til
greina, að sá maður, sem var fyrirliði að aðförinni að
Smiði á Grund, hafi verið sá sami sem úrskurðaði hann
bótamann, þótt ellefu árum síðar sé. Úrskurðurinn er eðli-
legur. Smiður er í fullum rétti í yfirreið sinni sem hirð-
stjóri, og í rauninni er ekkert sem réttlætir aðför Eyfirð-
inga að honum annað en grunur þeirra um það, að hann
muni ætla að hirta þá, en jafnvel þótt grunur þeirra hafi
haft fulla stoð í lífláti Árna Þórðarsonar og í hótunum
af hendi Smiðs og nauðsynlegt hafi verið fyrir þá að fyrir-
byggja það, að sá grunur rættist, er grunurinn einn, þótt
hann væri nægilegt tilefni til að taka umboðsmann kon-
ungs af lífi, ekki lögleg afsökun fyrir drápi Smiðs. Bætur
varð því að inna af hendi fyrir víg hans. Aftaka Árna
Þórðarsonar var ekki heldur afsökun fyrir Eyfirðingana.
Þeim bar ekki að refsa neinum fyrir hana, allra sízt hirð-
stjóranum, og var framferði þeirra í rauninni uppreisn,
þótt fræðimenn okkar hafi ekki litið það þeim augum.
Þó dæmt hafi verið, að bætur kæmu fyrir víg Smiðs,
er líklegast, að engir hafi verið dæmdir til að þola refs-
ingu fyrir það, a. m. k. er ekkert slíkt að ráða af heim-
ildum.
Smiður hefur verið vaskur maður og sennilega vanur
vopnaviðskiptum. í Snjólfsvísum, sem lítið gera úr hinum
íslenzku fylgdarmönnum Smiðs, Jóni Guttormssyni og
Oi'mi Snorrasyni, segir hins vegar um Smið: