Saga - 1974, Page 108
100
EINAR BJARNASON
„Smiður varðist vel,
fékk virðum hel
hans brandurinn breiður,
þá er barðist reiður.
Honum fylgir fast
í fleina kast
sveit hvergi hrædd,
hringserkjum klædd.
III. Grundar-Helga.
Smiðs er getið á einum stað í fornbréfum, í bréfi gerðu
í Holti í önundarfirði 19. marz 1508 um vitnisburð, sem
Bergljót Halldórsdóttir gaf Jóni lögmanni Sigmundssyni
„að frásögn sinna foreldra, Guðrúnar Sigmundsdóttur, föð-
urmóður Bergljótar, hverja hún reiknaði haft hafa tvo vet-
ur hins tíunda tugar þá hún andaðist, og fleiri sinna for-
eldra annarra" (D. I. VIII, 196). Foreldri þýðir hér for-
feður. Vitnisburðurinn er mjög merkilegur. Bergljót sú,
sem hann gefur, telur sig vera 80 vetra þegar hún gefur
hann, og það hlýtur að hafa verið örskömmu áður en
bréfið er vottað, ef það er ekki samtímis. Bergljót er sam-
kvæmt öðrum heimildum móðir séra Gríms Þorsteinssonar
í Holti í Önundarfirði og dótturdóttir Ara sýslumanns á
Reykhólum Guðmundssonar. Guðrún Sigmundsdóttir, föð-
urmóðir hennar er væntanlega fædd nálægt 1370 og ætti
þá að hafa munað vel Einar í Vatnsfirði Eiríksson, en hún
lifði að minnsta kosti 30 ár eftir að Bergljót sonardóttir
hennar fæddist. Bergljót er því greinilega traust heimild.
I þessum vitnisburði er víst elzta heimildin um Grundar-
Helgu. Bergljót segir „að jungherra Einar í Vatnsfirði
var sonur herra Eiríks, en Eiríkur var sonur Sveinbjam-
ar, en Bjöm var sonur Einars og faðir Kristínar, og Björn
hafði verið sonur Grundar-Helgu, sem Smið lét taka af.
Og aldrei ætti Grundar-Helga börn við jungherra Einari
nema Björn . . .“ (sama D. I.).