Saga - 1974, Qupperneq 109
ÁRNI ÞÓRÐARS., SM. ANDRÉSS., GRUNDAR-HELGA 101
Vitnisburður þessi er fenginn í því skyni að sýna, að
frændsemi sú, sem Gottskálk biskup Nikulásson vildi telja
að væri með Jóni Sigmundssyni og síðari konu hans Björgu
Þorvaldsdóttur, væri ekki frá Einari í Vatnsfirði og er
það eflaust alveg rétt. Titillinn „jungherra,“ sem Berg-
ljót notar hér um Einar Eiríksson, mun almennt hafa
þýtt það á hennar dögum, að sá sem hann bar hafi verið
aðalsmanns sonur, sem enn var ókvæntur, og þegar Berg-
ljót löngu eftir lát Einars nefnir hann þannig, er það af
því, að hún vissi að hann var aldrei kvæntur, enda segir
hún ekki, að þau Einar og Helga hafi verið hjón. Þau
voru það heldur ekki, en það hafa menn haldið á tímum
Guðbrands biskups Þorlákssonar, og því er sagan frá þeim
sú, sem fram kemur í Morðbréfabæklingum (bls. 16),
en þar er Einar Eiríksson talinn bóndi á Grund og maður
Helgu.
Eins og til er getið í ritgerðinni Auðbrekkubréf og
Vatnsfjarðarerfðir (Saga 1962) hefur Helga væntanlega
búið á hálfri Grund, sem Björn sonur hennar og Einars
hefur fengið í löggjöf frá föður sínum, en Einar hefur
ekki búið þar og engan þátt átt í Grundarbardaga. Helga
hefur auðvitað ekki sjálf farið með vopnum að Smiði,
en eftir vitnisburði Bergljótar hefur hún a. m. k. átt hlut
að því, að honum var gerð aðför, og er þá ekkert sennilegra
en að einmitt bróðir hennar hafi verið fyrirliði hinna
vopnuðu aðsóknarmanna. Á dögum Guðbrands biskups
og raunar þegar á dögum Jóns, afa hans, er Helga á
Grund búin að fá á sig hetjuorð: „Það var sú, sem lét
drepa Smið,“ segir biskup. „Sem Smið lét taka af,“ segir
Bergljót. Guðbrandur biskup gefur okkur lýsingu aldar
sinnar á Smiði: „Hann hafði verið hirðstjóri, reið um
land með fjölmenni og illþýði með strákaverkum og var
drepinn á Grund í Eyjafirði og allir hans fylgjarar af
þessari Grundar-Helgu og hennar bónda, sem hét Einar“
(Mbb., 16). Þá voru liðnar liðlega 2 aldir frá Grundar-
bardaga.
lí íióíiasaf ni3