Saga - 1974, Síða 110
102
EINAR BJARNASON
Grundar-Helga birtist okkur í skjölum vegna hinna
hatrömmu deilna milli Gottskálks biskups Nikulássonar
og Jóns lögmanns Sigmundssonar. Um þær hefur Einar
Arnórsson skrifað mjög ítarlega í riti sínu: Gottskálk
biskup Nikulásson og Jón lögmaður Sigmundsson (Safn
til sögu Islands, 2. fl., I, 1-2). Þar er mjög skilmerkileg
grein gerð fyrir lagahlið málsins. Einar kemst að þeirri
niðurstöðu, að það verði sennilega aldrei sannreynt, hvort
Ingigerður langamma Bjargar Þorvaldsdóttur hefur verið
dóttir Grundar-Helgu eða ekki og eigi fer hjá því, að
einhver vitnisburðurinn sé rangur. Hann hafði hins vegar
ekki réttar forsendur að byggja ályktanir sínar á. Þá
hafði ekki enn verið sýnt fram á það með rökum, að Björn
Jórsalafari var óskilgetinn og að Einar Eiríksson og
Grundar-Helga voru ekki gift. Einn liðurinn í ákærum
Gottskálks biskups á hendur Jóni lögmanni var sá, að
Jón hefði kvænzt Björgu Þorvaldsdóttur, síðari konu
sinni, í fj órmenningsfrændsemismeinum. í kaupmálabréfi
Jóns og Bjargar, sem til er í eftirritum, sem engin ástæða
er til að rengja, er óvenju ítarlega lýst eftir því, að menn
segi til um meinbugi á hjónabandi þeirra, en ekki verður
þess vart, að til þeirra hafi verið sagt þá (D. I. VII, nr.
362, 363).
Nú er það svo, að þá sem nú hefur mönnum ekki orðið
skotaskuld úr því að rekja fjórmenningsfrændsemi, ef
menn einbeittu sér að því, og auðvelt hlaut að vera að fá
vitneskju um slíka frændsemi milli Jóns og Bjargar, og
að fá hana staðfesta tvímælalaust, ef hún var fyrir hendi
með því að um landskunnugt fólk var að ræða.
En hér er ekki svo farið að. Frændsemi er ekki vott-
fest tvímælalaust, og vottorðin, sem gefin eru, eru um
sögusagnir og frændsemi. Það má því hiklaust fullyrða,
að fjórmenningsfrændsemi hafi ekki verið með þeim Jóni
og Björgu, eftir því sem ætt þeirra hefur verið talin,
með því að hafi hún verið, hlaut hún að vera á svo rnargra
vitorði, að þau hefðu aldrei hætt á að ganga í hjónaband.