Saga - 1974, Side 111
ÁRNI ÞÓRÐARS., SM. ANDRÉSS., GRUNDAR-HELGA 103
Slíkt hjónaband hefði biskup aldrei samþykkt, börn þeirra
hefðu verið talin óskilgetin og óarfbær, og þau áttu sjálf
refsingu yfir höfði sér. Fyrir slíku broti á kirkjulögum
og þar með einnig landslögum, voru menn á þeirra tímum
mjög viðkvæmir, og sést það t. d. af málaferlum vegna
hjúskapar Þorleifs hirðstjóra Björnssonar og Ingveldar
Helgadóttur. Hér skipti ekki máli samþykki bróður Bjarg-
ar, séra Jóns Þorvaldssonar, sem þá var officialis og gift-
ingarmaður systur sinnar. Hans samþykki eins hefði ekki
nægt, þótt biskupsvald hefði haft þá, svo sem greinilegt
er af því, hve andstaðan var rík gegn öðrum, sem reyndu
að fá leyfi til hjúskapar í fjórmenningsfrændsemi á þess-
um tímum. Það má því enn fullyrða, að hvorki séra Jón
Þorvaldsson né Jón lögmaður hefði lagt sig í þá augljósu
hættu, sem við blasti, ef rétt talin fjórmenningsfrænd-
semi Jóns og Bjargar var fyrir hendi.
Með þessum fullyrðingum er því haldið fram, að ákæra
Gottskálks biskups hafi ekki haft við rök að styðjast, þrátt
fyrir það að hann fylgdi henni svo fast eftir sem raun var
á. Slík rök koma heldur ekki fram í skjölum þeim, sem
menn nú þekkja, en þau hefðu verið skýr og ótvíræð
ættrakning á milli Bjargar og Jóns, sem auðvelt hefði
verið að útvega, ef til var, og leggja fram með margra
manna hiklausum vitnisburði á tímum Jóns lögmanns og
Gottskálks biskups.
Vitnisburða þessara var hins vegar ekki hægt að afla
einni öld síðar, á dögum Guðbrands biskups, með því að
þá var svo margt í gleymsku fallið, sem í fersku minni
var öld áður. Þá var það t. d. algerlega gleymt, að Einar
Eiríksson og Grundar-Helga voru aldrei gift, og að Einar
bjó aldrei á Grund. Þá gat Guðbrandur biskup ekki lengur
rakið rétt afkvæmi Grundar-Helgu, en það hefur sumt
^amalt fólk enn getað seint á 15. öld. Hann getur þá
ekki heldur afsannað ættfærslu þá, sem Gottskálk biskup
hélt fram, en hann rekur augun í tvískinnunginn hjá and-
stæðingum Jóns lögmanns, afa síns, þegar Ingigerður