Saga - 1974, Page 112
104
EINAR BJARNASON
formóðir Bjargar er á einum stað talin Einarsdóttir, en
á öðrum Þorsteinsdóttir, og hann finnur að vonum brest-
inn í ættfærslunni og reynir að notfæra sér hann.
Guðbrandi virðist ekki hafa verið ljóst, að ættfærslan
milli þeirra Jóns lögmanns og Bjargar byggðist á orðrómi
einum saman, hvað þá að hann kæmist fyrir upptök orð-
rómsins. Hann gat ekki afsannað ættfærsluna, sem fram
var borin, og sýnist telja leynd Helgu á móðerni Ingi-
gerðar helzt hafa réttlætzt af því, að hún hefði átt hana
fram hjá eiginmanni sínum. Forsendan er röng, þar sem
hann vissi ekki, að Helga og Einar voru ekki gift. Hefði
hann gert sér það lj óst, hefði hann væntanlega beitt sömu
rökum og hér er gert til að afsanna meinbugina.
Upptök orðrómsins eru á huldu, en hefði hann verið
sannur, mundi það allra sízt vera Grundar-Helga sjálf,
sem hefði reynt að magna hann, enda þótt hún hefði þar
ekki sök að leyna. Þá hefði hún varla farið að hafa Ingi-
gerði Þorsteinsdóttur í fóstri og með gjöfum og öðrum
ráðstöfunum boðið heim hættunni um illmælgi þá, sem
Agnes abbadís fór með, ef illmælgi var. Velgerð Helgu við
Ingigerði er því sterk röksemd gegn því, að þær hafi
getað verið mæðgur. Hefði svo Helga þar á ofan „gengist
við“ Ingigerði sem „kjötleg móðir,“ eins og brátt skal að
vikið í abbadísarummælunum, hefði það víst þótt tíðind-
um sæta og brátt orðið á flestra vitorði, en ekki Agnesar
einnar eftir því skrafi föður síns, sem hann kynni að
hafa misminnt, að hann hafi getað rakið til Ingigerðar
sjálfrar.
Á hinu yngra stigi þessa meinbugamáls er sú skýring,
að Skálholtsbiskup eða samstarfsmenn hans hafa heyrt
orðróm og talið sig hafa fréttir af frændsemi Jóns og
Bjargar í fjórða lið frá Grundar-Helgu. Þeir hafa vitað
að hún var móðir Bjarnar Einarssonar Jórsalafara, enda
voru þau mæðgin landskunn. Þeir hafa eflaust, af nokk-
urri fljótfærni og ókunnugleika, talið Ingigerði föður-
föðurmóður Bjargar Einarsdóttur, enda ekki vitað betur