Saga - 1974, Side 113
ÁRNI ÞÖRÐARS., SM. ANDRÉSS., GRUNDAR-HELGA 105
en þau hafi verið hjón, Einar faðir Bjargar og Grundar-
Helga, og því hefur Ingigerður í fyrstu skjölum þeirra
verið skrifuð Einarsdóttir. Þeim hefur svo af kunnugum
verið bent á það, að Ingigerður var Þorsteinsdóttir og að
þau voru ekki hjón, Einar faðir Björns og Helga. Þess
vegna er föðurnafn Ingigerðar leiðrétt í skjölum, en láðst
hefur að leiðrétta það í bókum biskups.
Það er alveg víst, að ef Ingigerður var dóttir Grundar-
Helgu, hefði það verið „á margra dáindismanna vitorði,“
eins og stundum er að orði komizt um slíka vitneskju.
Akæra biskups byggist á þeim orðrómi einum, að Ingi-
gerður Þorsteinsdóttir hafi verið dóttir Helgu, en Helga
hafi ekki gengizt við móðerni hennar í fyrstu. Á traustari
grundvelli gat kæran ekki hafa byggzt, með því að ef
frændsemin var fyrir hendi, hefði biskupi verið auðvelt
að sanna hana og það hefði hann auðvitað gert, ef hann
hefði getað, svo sem að framan segir.
Einhver orðrómur hefur sennilega verið kviknaður áður
en Jón og Björg ganga í hjónaband, um það, að Ingigerður
hafi verið dóttir Grundar-Helgu. Þess vegna kann það að
vera, og er sennilega, að sérstök alúð er samkvæmt kaup-
málabréfi Jóns og Bjargar lögð við að leita eftir því, að
menn lýsi meinbugum á hjónabandinu, ef einhverjir væru,
°g hefur væntanlega átt að kveða orðróminn niður.
Það hefur verið alkunnugt, að Ingigerður hafði verið
fósturdóttir Helgu, svo sem beinlínis er sagt í vitnisburði
Agnesar abbadísar, og mun hún hafa kallað hana móður
sína, svo sem fósturbörn oft gera og kunna eins að hafa
gert á 14. öld sem hinni 20. Orðrómur verður biturt vopn
í höndum andstæðinga Jóns lögmanns. Þeir gátu hæglega
talið sér trú um, að það væri ábyrgðarhluti að láta hjú-
skap þeirra óáreittan, ef orðrómurinn væri sannur og
Helga væri móðir Ingigerðar, en engin tök voru á því
fyrir nokkurn mann, þegar hér var komið sögu, að afsanna
oi'ðróminn. Vitnisburðir eru til, bæði til styrktar kæru
biskups og málstað Jóns. Þeir eru nú einungis til í eftir-