Saga - 1974, Side 114
106
EINAR BJARNASON
ritum og eru ekki gefnir fyrr en nokkrum árum eftir að
Jón og Björg gengu í hjónaband. Einn þeirra er vitnis-
burður Sólveigar Hrafnsdóttur abbadísar á Reynistað og
4 systra í klaustrinu um sögn Agnesar abbadísar á sama
stað, dóttur Jóns á Móbergi, föðurföður Bjargar, að faðir
hennar hafi eftir sögn móður sinnar Ingigerðar, sagt
„að greind Grundar-Helga hefði haft og uppfætt greinda
Ingigerði og veitt henni meðgöngu, að hún væri hennar
kj ötleg móðir og gefið henni peninga og gift hana heiman“
(D. I. VIII, 314).
Móðir þarf að jafnaði ekki að veita barni sínu með-
göngu. Sú meðganga kemur af sjálfu sér, nema móðerni
sé leynt í fyrstu, og því gefur orðalag vitnisburðarins í
skyn, að slík leynd eigi að hafa verið höfð. Eftir vitnis-
burðinum á Agnes að hafa spurt Þorvald bróður sinn,
toður Bjargar, hvort hann hefði gefið Jóni lögmanni
dóttur sína, en hann á að hafa svarað, að hann hafi
„hvorki gift þau saman og aldrei gefið þar ráð til,“ og
sagt dóttur sinni frá frændseminni. Systkinin, sem hafa
verið á lífi, þegar þau bundu hjúskap sinn Jón og Björg,
lýstu ekki þá meinbugunum, sem þau þóttust þekkja og
geta sannað. Það gerir vitisburð Agnesar hæpinn og raunar
tortryggilegan.
Bergljót Sigmundardóttir, systir Jóns lögmanns, ber
það samkvæmt öðrum vitnisburði, að föðursystir sín,
Gyríður Steindórsdóttir, hafi „reiknað og talið ætt þeirra
Bjarnar og Ingigerðar" og rekur öðrum megin frá Birni
Einarssyni, en hinum megin frá Ingigerði Þorsteinsdóttur,
„sem haldin var og sögð systir Bjarnar Einarssonar" (D. I.
VII, 776). Ef Ingigerður var almennt og frá fæðingu
talin barn Grundar-Helgu, svo sem Björn var, hefði það
á tímum Gyríðar, og raunar enn á dögum Bergljótar
sjálfrar, hlotið að vera svo almennt kunnugt, að ekki
hefði verið notað orðalagið „reiknað og talið“ og „haldin
var og sögð,“ og hér er um svipað að ræða sem í vitnis-