Saga - 1974, Page 117
Bréf Valtýs Guðmundssonar
til Skúla Thoroddsens
Jón Guðnason bjó til prentunwr.
FYRRI HLUTI
I bréfasafni Skúla Thoroddsens alþingismanns, sem er í eigu
barna hans, eru 27 sendibréf frá dr. Valtý Guðmundssyni til Skúla
skrifuð á árunum 1893 til 1906. Bréfin hafa bersýnilega verið
uokkru fleiri, og munu að öllum líkindum vera glötuð. Böm Skúla,
María, Sigurður og Sverrir, hafa veitt leyfi til þess að birta þau
bréf, sem eru í handraðanum, og mun ýmsum vafalaust þykja
fengur í því að fá þau á prent. Bréf þau, sem Skúli ritaði dr. Valtý
eru geymd í Landsbókasafni, og bera þau safnmarkið Lbs. 3701, 4to.
í þessu hefti Sögu birtast 10 bréfanna, og ná þau til vors 1897.
Kin bréfin birtast í næsta hefti. Hér eru bréfin prentuð stafrétt,
flema augljós pennaglöp eru leiðrétt.
Áður en skyggnzt er í bréf Valtýs Guðmundssonar, er rétt að
stikla á æviferli hans fram að fyrsta bréfi hans til Skúla. Hann
fæddist á Árbakka á Skagaströnd 11. marz 1860 og var því ári
yngri en Skúli. Foreldrar hans voru Guðmundur Einarsson sýslu-
skrifari og Valdís Guðmundsdóttir, og voru þau ógift. Faðir hans
lézt 1865, og tæmdist syninum þá nokkur arfur, en sama ár giftist
m°ðir hans Símoni Símonarsyni bónda, og fluttust þau til Ameríku
Í874. Valtýr ólst upp í æsku á ýmsum stöðum í Húnavatnssýslu
°g Skagafjarðarsýslu. Hann settist í Lærða skólann haustið 1877,
lauk stúdentsprófi 1883 og sigldi samsumars til náms við Háskól-
ann í Kaupmannahöfn. Þá var Skúli að hefja lokaatlögu að lög-
fræðinni, en embættisprófi lauk hann í janúarmánuði 1884 og hélt
heimleiðis nokkrum vikum síðar. Valtýr lét talsvert að sér kveða í
lélagslífj íslendinga í Höfn og var meðal annars í leynifélagi stúd-
enta, Velvakanda og bræðrum hans, sem Finnur Jónsson, Páll Briem,
Skúli Thoroddsen og fleiri höfðu stofnað. Hann lauk magisterprófi
1 íslenzkum fræðum 31. marz 1887, hóf síðan kennslu við latínu-
skóla, en 1889 hlaut hann doktorsnafnbót fyrir rit sitt um húsagerð
Islendinga á söguöld. Sama ár kvæntist hann Önnu Jóhannesdóttur,
systur Jóhannesar, sem síðar varð bæjarfógeti á Seyðisfirði og