Saga - 1974, Page 119
TIL SKÚLA THORODDSENS
111
hefði nokkra „chancer" til þess, þótt jeg vildi reyna það.
Nú vil jeg beina þeirri spurningu til þín, hvort þú heldur
að til nokkurs sje fyrir mig að reyna að bjóða mig þar
fram, og hvort þú hjeldir að þú gætir stutt nokkuð að
marki að kosningu minni þar í sýslu eða mundir vilja
ffera það, því skoðanamunur mun varla vera því til
fyrirstöðu að þú styddir mig. En jeg þekki fáa þar í sýslu,
sem jeg get búist við að yrðu formælendur mínir. Þú
þekkir líkl. Sigurð sýslumann, en hann er kannske með
Jóni. Eiríkur Gíslason á Staðastað ætti að geta haft nokk-
ur áhrif, og Einar Markússon, sem mögulegt er að jeg
gæti fengið til að styðja mig, þótt jeg viti það ekki, ætti
að geta ráðið miklu, þar sem hann er bæði faktor og um-
boðsmaður í stóru umboði.
Jeg geri þessa fyrirspurn bara til reynslu til þess að
heyra álit þitt, en auðvitað býst jeg helzt við að jeg bjóði
mig ekki fram, því ekki vil jeg falla fyrir Jóni — heldur
hverjum öðrum. — En þótt engin tök verði nú á að jeg
”Stilli“ mig á móti Jóni, þá ættir þú að koma einhverjum
þar að á móti honum, og helzt sjálfur að láta kjósa þig
þar, því það væri þjer eflaust hægt.
Jeg hef verið á ferðalagi í sumar til að sjá dálítið meira
af heiminum, dvaldi 14 daga í Edínborg, 2 í Dyflinni,
°0 í Lundúnum, 4 í París og kom auk þess til Versailles,
Rouens, Glasgow, Liverpool og margra fleiri bæja. Þótti
mjer ferðin bæði skemmtileg og fróðleg.
Heldur fór illa með fyrsta dóminn hans Lalla míns,
sem yfirrjetturinn prófaði, vonandi að líkt verði með
þann næsta.
Með beztu kveðju.
Þinn einl.
Valtýr Guðmundsson
Mnyið leyst upp. Stjórnarskrárfrumvarp var samþykkt á alþingi
1893, og varð því að rjúfa þing og efna til nýrra kosninga.
*»urð' sýslumann Jónsson í Stykkishólmi. Hann var systursonur
Jóns Sigurðssonar og hafði verið þingmaður Snæfellinga 1886.