Saga - 1974, Page 123
TIL SKÚLA THORODDSENS
115
Dr. Ehlers hefur góða von um að fá töluvert fje hjer
til holdsveikisspítalans. Hann fer víst aptur heim í sumar,
því kultusminist. hefur stungið upp á að veita honum
3000 kr. til þess. — Niels Finsen heldur áfram rannsókn-
um sínum um áhrif ljóssins á hörundið og gerir ýmsar
uppgötvanir. Ríkisþingið hefur nú veitt honum 2000 kr.
á ári í 2 ár til rannsókna sinna.
Fyrirgefðu þetta flýtisrisp; jeg verð að skrifa soddan
sæg af brjefum út af tímaritinu.
Konan biður kærlega að heilsa þjer.
Með beztu óskum um gleðilegt nýjár.
Þinn einl.
Valtýr Guðmundsson
Jeg vonaþú sendir sjera Sig. Stef. 1 expl. af boðsbrj.
2 góð brjef. Bréf Skúla 27. október er ekki í bréfasafni Valtýs.
* konventunni, í stjórnarráðinu fyrir ísland, í íslenzku stjórnar-
deildinni.
múlkt, fésekt.
veiting amtmannsembættisins síðasta. Páll Briem var slcipaður amt-
maður í Norður- og Austuramti 12. september 1894. Klemens
Jónsson sýslumaður, sem gegndi embættinu til bráðabirgða,
gerði sér vonir um að fá það og taldi, að landshöfðingi hefði
mælt með sér. Kenndi hann Anders Dybdal ráðuneytisstjóra
um, að Páll hlaut stöðuna. Að sögn Þjóðviljans unga
3. október 1894 voru vonbiðlar embættisins þessir: Hannes Haf-
stein, Klemens Jónsson, Páll Briem og Benedikt Sveinsson.
H. Olafur Halldórsson frá Hofi í Vopnafirði, skrifstofustjóri ís-
lenzku stjórnardeildarinnar í Kaupmannahöfn.
Nellemann, Johannes, dómsmála- og íslandsráðherra 1875—96.
b°tnvörpuveiðalögunum. Árið 1894 voru sett lög, sem hertu á banni
við botnvörpuveiði í landhelgi. Jafnframt ályktaði neðri deild
alþingis að skora á stjómina að auka eftirlit með fiskveiðum
útlendinga við ísland.
búsetufrv. Þingið 1894 setti lög um búsetu fastakaupmanna, en 1.
greinin hljóðaði svo: „Enginn má framvegis stofna né reka
fasta verzlun hér á landi, nema hann sé hér búsettur.“ Lögum
tGssum var synjað staðfestingar.
Jörn Sigurðsson kaupmaður, verzlaði í Flatey og víðar vestan-