Saga - 1974, Blaðsíða 125
TIL SKÚLA THORODDSENS
117
hafi skrifað þjer og sent öll blöð þar að lútandi yfir Noreg
með hvalveiðaskipum til Vesturlandsins, en af þeim vissi
jeg ekki.
Þetta er ljóti snoppungurinn fyrir Manga og enn þá
verri fyrir Lárus. Stjórnin er mest ergileg yfir að Magnús
skyldi vera búinn að pota honum í embætti, því annars
hefði hann ekkert fengið að minnsta kosti langa lengi. Það
var ljóta meðferðin sem hann fjekk í hæstarjetti. Vörn
Rées var snildarleg. Jeg ímynda mjer að yfirlýsing mín
um hinn forna fjandskap Lárusar gegn þjer hafi líka
haft töluverða þýðingu, enda sparaði Rée ekki að nota
hana og minna á það aptur og aptur. Jeg fæ víst litla þökk
fyrir þá yfirlýsingu hjá landshöfðingja og Lárusi, en mjer
er nú nokkurn veginn sama um þá herra. Það hefur sann-
ast í þessu máli, sem jeg hef haldið fram, að varhugavert
væri að afnema dómsvald hæstarjettar í íslenzkum málum,
því það er engin ástæða til að hann verði nokkurn tíma
hlutdrægur í þeim. Ef málið hefði ekki gengið til hæsta-
rjettar hefðir þú aldrei náð rjetti þínum. En hvað gerir
stjórnin nú við þig? Jeg hef verið að reyna að komast
fyrir það, en það er ekki svo hægt, því satt að segja, held
Jeg að hún sje í hálfgerðum vandræðum með hvað hún
[á] af að ráða. Maður skyldi halda að hún hefði verið
neydd til að setja þig strax inn í embættið aptur með
þessum pósti, en það mun hún þó ekki gera, heldur mun
hún vilja heyra tillögur landsh. fyrst. Ekki skil jeg í að
hann þori nú að fara fram á að setja þig af, og því síður
að Nellemann fari þá eptir því, því hann respekterar dóm
hæstarjettar, þótt hann og stjórnin álíti það Lárusi einum
að kenna, að þú hafir verið sýknaður. Ekki mundi mjer
koma á óvart þótt farið yrði fram á það við þig að hafa
embættaskipti og sækja um aðra sýslu.
Málið hefur vakið ákaflega „opsigt“ hjer, og einn hátt-
standandi maður hefur sagt mjer, að það væri almennt
aht í hærri „kreðsum", að þú getir lögsótt stjórnina og
fengið hana dæmda til þess að bæta þjer allan þann