Saga - 1974, Page 126
118
BRÉF VALTÝS GUÐMUNSSONAR
skaða sem þú hefur beðið af suspensióninni, þar sem þú
hafir hæstarjettardóm fyrir því, að hún hafi verið ástæðu-
laus. Samt er jeg nú á því, að þú ættir að hlíta því sem
komið er og ekki hreyfa við málinu framar. Þú hefur
unnið svo stóran sigur að þú mátt vera fullánægður með
hann, og því varhugavert að hleypa sjer út í nýjan bar-
daga, sem óvíst er að ynnist. Rjettast væri líka sjálfsagt
að vera ekki of bituryrtur í Þjóðvilj. Það verður nóg eyði-
legging fyrir hlutaðeigendur, þótt að eins sje skýrt frá
gangi og úrslitum málsins blátt áfram.
Það þyrfti víst að minnast á það á þingi við landshöfð-
ingja, að hann legði það ekki í vanda sinn að baka lands.
sjóði opt annan eins óþarfa kostnað eins [og] í þessu máli
(málskostnaðinn: 7/8).
Nú fer jeg að láta prenta Eimreiðina og vildi jeg að 2
heptin yrðu búin áður en jeg fer hjeðan 1. júní. Jeg fjekk
nú með síðasta pósti töluvert af peningum til hennar frá
Islandi, og er nú að drífa inn loforð hjer í Höfn. En hvað
jeg var vitlaus að fá þig ekki til að heita á hana, ef þú
ynnir mál þitt fyrir hæstarjetti, að taka þá fleiri í henni en
einn. En kannske þú gerir það nú samt, þar sem þú verður
nú miklu betur staddur peningalega eptir þessi málsúrslit,
en þú gazt búizt við fyrir fram.
Hvernig ætli Isafold farizt að skýra frá úrslitunum?
Ætli henni verði ekki hálfbimbult af slíku fóðri? Það væri
gaman að sjá framan í Björn þegar hann fær fregnina.
Og Hannes greyið Hafstein! Mjer var með síðasta skipi
skrifað, að hann mundi ætla sjer að sækja um ísafjarðar-
sýslu — því hún átti nú so sem að losna —, en nú er helzt
útlit fyrir að hann megi fara að sjá sjer út aðra sýslu
skinnið.
Dálaglega tekst Jóni halta í Sunnanf. að skýra frá skipt-
um sínum við Bókm.fjel.; lætur sem fjelagið hafi komið
til sín að fyrra bragði og beðið sig um „gott veður.“ En
sannleikurinn er sá, að þegar hann sótti um að fá styrk
sinn útborgaðann hjá stjórninni, svaraði hún að hann gæti