Saga - 1974, Page 127
TIL SKÚLA THORODDSENS
119
ekki fengið neitt fyrri en hann væri búinn að koma sjer
saman við fjel. um útgáfuna og sendi honum skilmála fje-
lagsins til undirskriptar og þá varð hann að undirskrifa
sömu skilmálana, sem hann neitaði í fyrra, nema öllu harð-
ari í sumum atriðum. En flestum mönnum er Jón ósvífn-
ari með að fara í kring um sannleikann.
Viltu ekki geta þess í „Þjóðvilj.", að dætur Rafns gamla
(heitins) prófessors stofnanda hins kgl. norræna Fom-
ritafjelags sje til með að gefa bókasöfnum og lestrarfje-
lögum á íslandi „Annaler for nordisk Oldkyndighed", sem
er verk í mörgum bindum og með mörgum fróðlegum rit-
gerðum og myndum, sem margir íslendingar mundu hafa
gaman af. Þó vantar allra seinustu árgangana, sem Rafn
var ekki útgefandi að. Jeg man ekki fyrir víst hvort til-
boðið á við fleiri af forlagsbókum Rafns og mætti því
segja ,,ef til vill fleiri bækur.“ Þeir sem vildu nota þetta
boð ættu að senda bónarbrjef eða ósk um þetta stílaða til
Frokenerne Rafn, Kobenhavn, og má gjarnan senda þau
til mín, og skal jeg þá koma þeim á framfæri.
Illa lítur út í Noregi. Konungur stífur fyrir hönd Sví-
unna, og Norðmenn eins á móti. Hann hefur nú reynt við
menn af öllum flokkum að fá þá til að mynda nýtt ráða-
neyti, en allir neita uppá þá skilmála sem hann setur.
Hann hefur og reynt að fá gamla ráðaneytið til að vera
kyrt en það þverneitar. Hver endirinn verður er ekki gott
að segja. Þing Norðm. ætlar að fara að veita skotfjelög-
unum stórfje til riflakaupa (250,000 kr.).
Því miður lítur út fyrir að „stóra málið" sje dottið úr
sögunni. Jeg hef tvívegis skrifað Sigtryggi, en ekkert svar
fengið.
Með beztu kveðju frá konu minni og mjer.
Þinn einl.
Valtýr Guðmundsson
Jón í Múla Jónsson, 2. þingmaður Eyíirðinga. Hann var viðstaddur
ásamt mörgum öðrum íslendingum, þegar hæstiréttur kvað upp
dóm í Skúlamálinu.