Saga - 1974, Blaðsíða 128
120
BRÉP VALTÝS GUÐMUNSSONAR
pota honum í embætti. Lárus H. Bjarnason var skipaður sýslumað-
ur Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu 30. maí 1894.
um hinn foma fjandskap. Þjóðviljinn 27. febrúar 1888 átaldi Lárus
H. Bjarnason fyrir framferði hans í Raskshneykslinu.
afnema dómsvald. Skúli Thoroddsen flutti ásamt fleiri þingmönn-
um frumvarp á þingi 1893 um að nema dómsvald hæstaréttar
sem æðsta dóms í íslenzkum málum úr lögum. Frumvarpið var
samþykkt, en lögunum synjað staðfestingar.
sækja um aðra sýslu. Stjórnin bauð Skúla Thoroddsen Rangárvalla-
sýslu, en hann hafnaði boðinu.
bæta þjer allan þann skaða. Skúli Thoroddsen skrifaði íslandsráð-
herra 25. apríl 1895 og mæltist til að fá goldin full embættis-
laun fyrir þann tíma, sem honum var vikið frá embætti, en
fékk neikvætt svar.
sækja um ísafjarðarsýslu. Hannesi Hafstein var veitt embætti
sýslumanns í ísafjarðarsýslu og bæjarfógeta á ísafirði 26.
september 1895.
Illa lítur út í Noregi. Deilur Svía og Norðmanna snerust um svo-
nefnt konsúlamál. Norðmenn vildu vera einráðir um skipun
ræðismanna sinna erlendis, en sænsk stjórnvöld töldu þetta
sameiginlegt mál.
U. bréf
Þingið 1895 fær stjórnarbótamálið til meðferðar, og skipt-
ast þingmenn í tvo flokka. í öðrum eru endurskoðunarmenn,
svo sem Benedikt Sveinsson og Skúli Thoroddsen, sem vilja
fylgja málinu fram í frumvarpsformi. í hinum eru tillögu-
menn, svo sem Guðlaugur Guðmundsson sýslumaður,.
Tryggvi Gunnarsson og Valtýr Guðmundsson, sem vilja af-
greiða málið með þingsályktun eða áskorun á stjórnina.
Þingsályktunartillagan er samþykkt, og er endurskoðunar-
stefnan þar með úr sögunni. Gunnar Karlsson lýsir þessari
þróun í bók sinni, Frá endurskoðun til valtýsku, sem út kom
1972.
Þingið 1895 lætur Skúlamálið mikið til sín taka og gerir
hvorttveggja að skipa nefnd til þess að rannsaka aðgerðir
landsstjórnarinnar í því máli og veita Skúla Thoroddsen 5000
krónur fyrir það tjón, sem hann hefur beðið við málarekstur-
inn. Magnús Stephensen lætur í veðri vaka, að fjárlögin
hljóti ekki staðfestingu, ef fjárveiting til Skúla verði sam-
þykkt. Valtýr andmælir harðlega „hótun“ landshöfðingja um
bráðabirgðafjárlög og segir m.a.: „Því fer svo fjarri að