Saga - 1974, Síða 129
TIL SKÚLA THORODDSENS
121
slík hótun geri mig hikandi í að greiða atkvæði með þess-
ari fjárveitingu, að hún mundi miklu fremur hafa stælt mig
til að gjöra það, ef jeg hefði áður verið á báðum áttum með
það, svo að það gæti komið í ljós, hvers virði sú sjálfsstjórn er,
sem vér nú höfum/‘ (Alþt. 1895 B. 1763).
Khöfn, V., Kingosgade 15 5./3. ’96.
Kæri vin!
Jeg þakka fyrir brjef þitt 29./12. f.á. og leiðbeining
um, hverjum eigi að senda Eimr. framvegis, og verður
hún nú send samkvæmt því. Að því er þitt eintak snertir,
þá er það í rauninni ekki tilgangur minn, að þú borgir
það, heldur að þú fáir það sem Þjóðviljaeintak (nema þú
viljir fá 2, annað handa þjer og hitt handa Þjóðvilj.). En
annars vil jeg stinga upp á því, að Eimr. og Þjóðviljinn
skiptist á eintökum, þannig að jeg fái Þjóðv. ókeypis og þú
Eimr. Verðið verður nú sama (3 kr. hvert).
Jeg veit ekki hvernig jeg á að fara að borga auglýsing-
una í Þjóðv. (5 kr. 30 au.), af því ekki er hægt að senda
póstávísun. Ef þú gætir vísað einhverjum á peninga hjá
uijer, sem þú stendur í peningasambandi við, þá væri það
gott. Annars vildi kannske Albert Jónsson greiða þjer
þetta og láta það koma upp í skipti hans og Eimr. þetta
ár. Til vinar þíns Þorv. læknis vil jeg ekki vísa þjer, þó
jeg líklega eigi eitthvað inni hjá honum.
Nú fer 1. h. af 2. árg. Eimr. heim, og er í því meðal
annars þýðing af fyrirlestri mínum 6. nóv. f.á. Jeg var
ueyddur til að birta hann af því Sunnanf. skýrði svo rangt
írá honum, svo menn gætu dæmt um það sjálfir hvort það
væri rjett hjá Jóni halta, að það hefði verið „beinlínis illa
Sovt1' af mjer að halda hann.
Þú segist hafa heyrt, að jeg láti illa af síðasta þingi, og
vil jeg eigi neita, að nokkuð sje hæft í því. Þar er þó alls
eigi svo, að orsökin sje framkoman gagnvart mjer persónu-
lega (þótt hún hefði getað verið öðruvísi hjá sumum
Uiönnum og jeg vonast eptir henni öðruvísi), heldur sú
vÖntun á pólitískum þroska og þau bamabrek, sem mjer