Saga - 1974, Side 130
122
BRÉF VALTÝS GUÐMUNSSONAR
finnst bera svo mikið á hjá þingmönnum. Jeg skal nefna
t.d. kosningarnar. 1) forsetakosningarnar. Menn velja til
forseta sameinaðs þings málleysingja, sem aldrei opnar
sinn kjapt, þegar á þarf að halda. Forseti á að repræsent-
era. Það er hans aðalstarf. Á það reyndi í landsh.veizlun-
um, í Rauðhólatúmum, um borð í Heimdalli, við af-
mælisminning alþingis. En hver ætli hafi orðið var við
forseta sam. þings við þessi tækifæri? Enginn. Það var
eins og hann væri ekki til. — Menn velja fyrir forseta í
neðri deild gamlan hringlanda, og motivera það sumpart
við það, að hann sje gamall, og sumpart við það, að hann
megi bezt missa sig af þingmannabekkjunum, því þar sje
hann meir til ógagns en gagns. Á hvaða þingi í heimi ætli
forseti sje kosinn eptir slíkum reglum? Hann brýtur eða
ætlar að brjóta lög á mönnum, — og jeg gæti bezt trúað
því, að hann yrði samt kosinn aptur næst — af því enginn
af hinum yngri getur unnað öðrum heiðursins. Ef þetta
er ekki barnaskapur, þá veit jeg ekki hvað á að kalla
það. — Þá er orðheldni þingmanna. Það er sorglegt að
vita til þess, aldrei megi reiða sig á orð manna utan fund-
ar, því menn hiki sjer ekkert við að svíkja á næsta fundi
það, sem þeir hafa lofað rjett áður, kannske sama daginn.
Hve mikið kveður að þessu, kom bezt framvið fjárl.nefnd-
arkosn. og fargæzlum. Þar repræsenteraði forseti sam.
þings þingið, því hann sveik það, sem hann lofaði óhikað
kveldið áður. En bágt þykir mjer ástandið, þegar ekki má
reiða sig einu sinni á orð þess manns, sem skipar hið
æðsta virðingarsæti þingsins. — Þá var skemmtilegt eða
hitt þó heldur, að sjá hvernig mörgum þingm. varð við
próvísoriumshótun landsh. Þá gugnaði hver af öðrum sem
væri þeim hjerahjarta í brjóst lagið. Er það ekki nokkuð
hart, að heyra embættism. hætta við að greiða atkv. eptir
sannfæringu sinni og lýsa því yfir í heyra[nda] hljóði
bæði skriflega og munnlega, að eins af því að yfirmaður
hans kemur fram með barnalegar hótanir, sem hver mað-
ur með nokkrum pólitískum þroska hlaut að sjá, að var