Saga - 1974, Síða 131
TIL SKÚLA THORODDSENS
123
barnaskapur. Þetta gerðu þó Kl.J., Þórh. og fleiri (jeg
held þeir hafi verið 4—5, sem greiddu ekki atkv. og vísuðu
til „erklær.“ Klemensar). Er það ekki hart að sjá menn
láta þingmannsæru sína og sannfæring lúta í lægra haldi
fyrir stöðu sinni sem embættismanns gagnvart yfirboð-
ara sínum. Þeir sem ekki geta annað, eiga ekki að vera
að gefa sig í það að fara á þing. — Og mjer er nær að
halda að fleiri hefðu fetað í sömu áttina, ef jeg hefði ekki
haldið mína ræðu gegn bráðabirgða-hótununum.
Þá er kaupfjelagsklikkan, sem þú munt mega teljast í.
Jeg hef ekki tíma til að rekja krákustigu hennar á þingi,
krítísera nú, en næst er mjer að halda, að hún sje skað-
legasti flokkurinn á þingi.
Hvar er nú árangurinn af fargæzlum. kosn. ykkar. Jeg
fse ekki sjeð, að neitt hafi borið á Vídalín, nema hann
hefur náttúrl. sínar 500 kr. Og Jón Jak. hefur hvergi
komið nærri, en gefið mági sínum fullmagt til að sjá um
að Sauðárkrókur yrði betur settur en aðrar smáhafnir. —
Jeg ímynda mjer að jeg hafi meira positivt gert en þeir
báðir, en jeg er valdalaus og get því ekki gert eins mikið
°ö jeg vildi. En það er nógu gott að geta staðið óháður og
ábyrgðarlaus og krítíserað, og fyrir það má jeg kannske
vera þakklátur. En það er mjer nær að halda að ekki hefði
öllu verið spilað í hendur gufuskipafjel. og allt rígbundið
við þeirra taxta (nema þessa litlu niðursetning á 2.pl„
sem jeg barði í gegn og „gennemgáende billet“ yfir Eng-
i&nd, sem jeg fann upp á og lagði á ráðin, hvernig ætti að
koma fyrir), ef jeg hefði orðið fargæzlumaður. En kaup-
fjel.klikkan þurfti nú að þjóna drottni sínum Vídalín
ekki síður en sumir embættism. landsh. — Að þið hafið
verið sannfærðir um, að það væri betra fyrir landið
eða fyrirtækið, að velja þessa fargæzlum. en aðra, því
trúi jeg elvki. Þið eruð ekki allir svo blindir, sem kusuð
sona.
Jeg hefði gjarnan viljað minnast á margt fleira, en
það er ekki tími til þess. Jeg hef verið að hugsa um [að]