Saga - 1974, Blaðsíða 132
124 BRÉF valtýs guðmunssonar
fletta ofan af þessum óheilindum og gefa dálitla lýsing
af bamabrekum þingsins í Eimr., en hvort jeg geri það
veit jeg ekki enn. Jeg hef ekki fullkomlega afráðið það
við mig enn, því mjer er hins vegar sárt um að eyðileggja
álit þingsins í augum almennings. En hins vegar er jeg
hræddur um, að lítil von jeg [sic!] um að kippa ýmsu af
þessu í liðinn, nema þingið sje duglega krítíserað.
Þú segir að þjer hafi verið dubl mitt við Tryggva og
Guðl. kanda óskiljanlegt. Mjer finnst að það þurfi þó
ekki mikið til að skilja það. Jeg kannast ekki við að jeg
hafi eiginlega átt neitt sammerkt við þá í nokkru máli,
nema stjórnarskrármálinu, enda var það eina málið, þar
sem nokkur veruleg flokkaskipting kom fram. En má jeg
spyrja? hvar átti jeg að vera, ef ekki með þeim mönnum
sem vóru á sama máli og jeg í því máli? Jeg sje ekki hvar
jeg gat verið annars staðar. Að mök mín við þá í því máli
hafi haft áhrif á framkomu mína í öðrum málum, held
jeg ekki verði sýnt, þótt leitað sje með logandi ljósi. Auð-
vitað kom jeg stundum á fund með þeim þótt um önnur
mál væri að ræða (en optast þó ekki), en jeg held að vera
mín á þeim hafi opt orðið þeirra skoðunum heldur til
hnekkis en hins, því vitanlega var jeg og er í flestum mál-
um á annari skoðun en þeir. En hver veit nema ykkur
hinum, sem eruð mjer sammála í fleirum málum, takist
að hrekja mig meir og meir yfir í þann flokkinn, af því
þið getið ekki þolað að jeg sje þeim sammála í einu einasta
máli. Slíkt hefur komið fyrir fyr með mjer betri og meiri
menn. Jeg verð auðvitað að halda mjer við þann eldinn,
sem bezt brennur, til þess að koma því fram, sem eptir
minni sannfæring er landinu og málunum fyrir beztu, og
jeg er nú einu sinni svo gerður, að jeg get ekki látið mjer
þá stöðu á þinginu nægja, að vera áhorfandi. Það væri lítil
meining í því að vera að fara heim úr öðru landi til þess
eins. „Nikkedukke“ annara verð jeg aldrei, en heldur eng-
inn þrákálfur, sem eigi geti tekið skynsamlegum rökum,
ef þau er [u] fram færð.