Saga - 1974, Qupperneq 133
TIL SKÚLA THORODDSENS
125
Það þarf varla að búast við svari frá stjórninni uppá
þingsályktunina í stjórnarskrármálinu svo bráðlega líkl.
ekki fyrri en um það leyti, er næsta þing kemur saman.
En svar mun koma. Jeg hef gert fleira en halda fyrirlestur
minn, því stefna mín í stjórnarskrármálinu hefur ekki
verið neitt meiningarlaust flan, heldur vel yfirveguð og
gerð í þeim tilgangi að vinna verulegt gagn, þótt það verði
kannske minna en jeg hefði viljað, og ávextirnir komi
kannske ekki svo fljótt í ljós. Það verður kannske marg-
búið að stimpla mig sem föðurlandssvikara áður en starfi
mínu í því máli er lokið; en hvað gerir það, ef takmarkið
næst á endanum, og takmarkið er fullkomin sjálfsstjórn,
en hún næst aldrei, nema með því að fika sig stig af stigi.
Og fyrsta stigið er að fá almennilegan Islending í ráð-
gjafasæti — og að það verði ekki Mangi, það skal jeg sjá
um. — En jeg geri sjálfsagt bezt í að fara ekki lengra
út í þetta mál, en þegja, þótt jeg gæti eitthvað sagt, því þú
ert andstæðingur minn í þessu máli, og þú ert náttúrlega
sannfærður um það, eins og fleiri, að jeg geti svo sem
ekkert gert og fái ekkert áunnið. Enda er það satt að við
i'amman er reip að draga í þessu máli, þar sem stjórnin
er, sem álítur (eins og Goos) að sjálfsstjórn vor sje sams
konar og í Vestindíum, kommunal stjórn, sem ríkisþingið
geti breytt og tekið af oss, þegar það vill. Meðan slíkar
skoðanir eru ríkjandi hjer, þá geturðu ímyndað þjer, hve
miklar líkur eru til að fá staðfesting á stjórnarskrárfrum-
varpinu gamla.
En hvers vegna notar þú nú ekki frelsið og ferð nú að
skrifa um málið á dönsku og öðrum útlendum málum?
Þetta finnst mjer liggja þjer næst nú, og með því gætir
þú gert mikið gagn með því að skrifa með nafni.
Jeg hef sent Nellemann fyrirlestur minn, svo hann
skyldi sjá hann, þótt hann kæmi ekki á fundinn. En Dyb-
óal mun nú reyndar hafa átt að gefa referat af honum,
°g hefur sjálfsagt gert það.
Nú fer Nellemann líkl. frá í vor eða sumar, og þá væri