Saga - 1974, Page 134
126
BRÉF VALTÝS GUÐMUNSSONAR
gott að þú værir búinn að skrifa um málið, áður en hinn
nýi ráðgjafi tekur við. Það er ætíð hægra að hafa áhrif
á menn í þess konar málum, áður en þeir eru komnir í ráð-
herrasessinn.
Það er þá víst bezt að hætta þessu rabbi, og þarf jeg
sjálfsagt ekki að geta þess, að jeg treysti því, að þú notir
ekkert úr brjefi mínu opinberlega (í Þjóðv. etc.).
Það lítur út fyrir að fjórðungabátarnir ætli að komast
á allstaðar nema ef til vill við Faxaflóa þegar í ár. Jeg hef
heyrt, að Vesturlandsbáturinn væri viss, uppá kostnað
sýslusjóðanna, ef ekki á annan hátt. Túlinius mun taka
að sjer ferðir fyrir Norður- og Austurlandi með mjög að-
gengilegum kjörum.
Austri segir að nóg fje sje fengið til telegrafsins, hefur
það eptir enskum kapteini. Um það veit jeg ekki annað,
en mjer hefur verið sagt að hjer hafi staðið í einhverju
blaði um daginn, að Bennett (New-York Herald) hafi
skrifað sig fyrir 90,000 kr. til hans, og kemur það heim
við það sem Mitchell gerði sjer von um í sumar. — Hjer
hefur og staðið í blöðum að stofnað sje fjelag með nægu
fje til að leggja telefón milli Rvíkur og Akureyrar. —
Kæmist allt þetta á fyrir stuðning og góðar undirtektir
þingsins 1895, þá mætti með sanni segja, að það hefði verið
merkilegt þing og haldið fallega 50 ára afmælið. En það á
líklega lengra 1 land sumt af því. Áfram er þó þessum
málum hrundið, svo mikið er víst.
Það þyrfti að stofna samgöngu- og atvinnuvegaparti í
þinginu, en stjórnarskráin er því sjálfsagt til fyrirstöðu,
að það geti orðið.
Með beztu kveðju og óskum allra heilla.
Þinn
Valtýr Guðmundsson
Já, hann Einar Ben.!!!
Albert Jónsson járnsmiður á Isafirði.
fyrirlestri mínurn 6. nóv. f.á. Valtýr Guðmundsson flutti fyrirlestur