Saga - 1974, Page 135
TIL SKÚLA THORODDSENS 127
um stjórnarskrármálið í Juridisk Samfund, og er hann prent-
aður í Eimreiðinni 1896.
forseti sameinaðs þings var Ölafur Briem, 1. þingmaður Skagfirð-
inga.
forseta í neðri deild. Því embætti gegndi Benedikt Sveinsson, þing-
maður Norður-Þingeyinga.
l‘órh(allur) Bjarnarson, forstöðumaður Prestaskólans og þingmaður
Borgfirðinga.
kaupf jelagsklikkan. Um þessar mundir voru kaupfélagsmenn, sem
áttu sæti á þingi, teknir að auka samvinnu sín á milli.
fo-rgæzlum(anna) kosn(ing) ykka/r. Þingið 1895 samþykkti að stofna
til landssjóðsútgerðar og varð að ráði að taka eimskipið Vestu
á leigu. Til þess að hafa eftirlit með útgerðinni kaus alþingi
tvo fargæzlumenn.
Vidalín, Jón, verzlunarfélagi L. Zöllners, stórkaupmanns í New-
castle. Annaðist hann um viðskipti þeirra við kaupfélögin hér
á landi.
dón Jak(obsson), 2. þingmaður Skagfirðinga. Mágur Jóns Vídalíns.
iýsingu af ibarnabrekum þingsins. Valtýr kemur inn á þessar sakir
í greininni Gagnrýni, sem birtist í Eimreiðinni 1896.
Nikkedukke, handbendi.
Goos, lagaprófessor og menntamálaráðherra 1891—94. Kennari
Skúla Thoroddsens, kallaður Gosi af íslendingum.
Julinius, Þórarinn E., frá Esltifirði, stórkaupmaður í Kaupmanna-
höfn.
Mitchcll. Englendingur, sem kom hingað sumarið 1895 og fór fram
á einkaleyfi til þess að leggja fréttaþráð frá Bretlandseyjum
til Reykjavíkur.
Jd, hann Einar Ben(ediktsson)! 1! Þetta lýtur líklega að því, að
Einar var um þessar mundir að koma sér upp prentverki og
búa sig undir blaðaútgáfu (Dagskrá).
5. bréf
Hinn 8. apríl 1896 sendir Valtýr Guðmundsson öllum sam-
þingsmönnum sínum nema Benedikt Sveinssyni prentað bréf,
sem hann biður þá að fara með sem trúnaðarmál. í þessu
bréfi kveðst Valtýr geta fullyrt, að unnt sé að fá sérstakan
ráðgjafa fyrir ísland, íslending, sem mæti á alþingi og geti
farið til Islands á öðrum tíma eftir vild. Eigi ráðgjafinn
að bera ábyrgð fyrir alþingi á störfum sínum. Ríkissjóður
Dana muni borga laun ráðgjafa og kostnað við heimferðir
hans. Vill Valtýr fá svar þingmanna við því, hvort þeir óski