Saga - 1974, Síða 136
128
BRÉF VALTÝS GUÐMUNSSONAR
eftir því, að hann semj i við stjórnina, og í öðru lagi við því,
hvort hann eigi að ganga að væntanlegum boðum og hvort
þeir vilji styðja hann með atkvæði sínu, ef hann gerir það.
Odd Didriksen rekur þessi bréfaskipti í ritgerð sinni, „Laun-
ungarbréf" Valtýs Guðmundssonar 8. apríl 1896 og svarbréf
þingmanna, sem birtist í Sögu VII, 1969. Valtýr heitir á
Skúla Thoroddsen að veita sér að málum.
Kingosgade 15 20./4. ’96.
Kæri vin!
Jeg skrifaði þjer með fyrstu ferð Vestu, en það er víst
mjög óvíst, hvort þú hefur fengið það brjef á undan
þessu. Þá var jeg vondaufur um að nokkur verulegur ár-
angur mundi verða í stjórnarmálinu, enda er mjer óhætt
að segja, að enginn árangur mundi hafa orðið af þings-
ályktunartillögunni, ef jeg hefði ekki verið hjer og látið
til mín taka. Hvort nú nokkur árangur verður af mínum
tilraunum er eðlilega algerlega komið undir því, hvernig
þið hinir aðrir þingmenn takið í málið. Jeg hef ekki óskað
að fara á bak við neina þingmenn og því sent öllum brjef
mitt nema Ben. Sveinssyni, af því jeg þóttist vita fyrir
víst, að það mundi aðeins verða málinu til ills að hafa hann
nokkuð við það riðinn.
Eins og þú veizt er skoðun mín og föst sannfæring sú,
að eini vegurinn til þess að fá umbætur á stjórnarhögum
vorum sje sá, að færa okkur smátt og smátt upp á skaptið
og láta okkur nægja með minna en allt í bráðina. Og jeg
hef meir og meir styrkzt í þessari skoðun við að kynna
mjer skoðanir ekki aðeins stjórnarinnar heldur líka
danskra þingmanna á málinu. Við verðum að gæta þess
að Danir geta sagt við oss: „Vjer einir höfum valdið
strangt“ o.s.frv. og munu gera það. Þó við sættum okkur
í þetta skipti við það, sem jeg nefni í hinu prentaða brjefi
mínu, þá er aldrei loku skotið fyrir það að hefja barátt-
una á ný og heimta meira.
Jeg man eptir því, að þegar þú varst hjer í hittifyrra,
þá játaðir þú að mikið væri unnið við að fá íslenzkan ráð-