Saga - 1974, Page 137
TIL SKÚLA THORODDSENS
129
gjafa með ábyrgð fyrir alþingi. En þú varst þá hræddur
um að það mundi verða Magnús Stephensen, og í því til-
felli yrði nú hagurinn ekki eins mikill. Mjer finnst að
jeg geti því gert mjer nokkra von um, að þú verðir mínu
máli fylgjandi, ef jeg get ábyrgzt þjer, að hvorki Magnús
Stephensen nje neinn af hans föstu fylgifiskum verði fyrir
valinu. Nú þori jeg að ábyrgjast það, að M.St. skal ekki
verða skipaður ráðgjafi, þó til komi, og það er jafnvel
mjög óvíst, að hann verði einu sinni spurður til ráða um
það, hvem eigi að setja yfir hann. Ráðgjafinn þarf auð-
vitað ekki að vera lögfræðingur — það er nóg af þeim
samt í stjórnarkeðjunni —, heldur nóg að hann sje skyn-
samur, ræðufær og menntaður maður, sem bæði stjórnin
(sem nú er) og þingið geti borið nokkurn veginn traust tdl.
Jeg vona að þú getir orðið málinu sinnandi undir þess-
uni kringumstæðum, svo að við þurfum ekki að eyða
mestum kröptum vorum í áframhaldandi baráttu, en get-
um nú varið öllu afli voru óskiptu til þess að bæta sam-
g'öngur vorar og atvinnuvegi og þar af leiðandi koma upp
auðmagni landsins. Þegar oss svo er vaxinn dálítið fiskur
um hrygg, má taka aptur til óspilltra málanna með sjálf-
stjórnarkröfur vorar í fullkomnari mynd. Nú höfum við
ekkert upp úr því nema skaða, því þar sem Danir eru oss
ofurefli við að eiga, þá kennir aflsmunar í okkar við-
skiptum.
Jeg mun einmitt þín vegna og margra annara setja það
sem ákveðið skilyrði, að landshöfðingi verði ekki ráðgjafi,
°g þú getur reitt þig á, að það skilyrði verður tekið til
Sreina. Jeg hef gert mjer far um að byggja ekki orð mín
í þessu máli í lausu lopti, og vona því að menn tortryggi
ekki það sem jeg fullyrði.
En þó að þú nú verðir mótfallinn stefnu minni og mála-
leitan, þá treysti jeg svo vel drengskap þínum, að þú farir
ekki að ræða efni hins prentaða brjefs míns opinberlega
í Þjóðviljanum, því jeg get ekki sjeð, að það verði neinum
tlJ góðs. Verði meiri hluti þingmanna því mótfallinn að
9