Saga - 1974, Page 138
130
BRÉF VALTÝS GUÐMUNSSONAR
ganga að þeim kostum, sem jeg hef tekið fram og vilji ekki
að jeg leiti neinna samninga, þá er það mál niður fallið. En
að jeg leiti samninga við stjórnina, mun ekki vera á móti
þinni skoðun, því það er að eins erendrekastefnan, sem
þú barst fram á síðasta þingi og kjósendur þínir höfðu
samþykkt, í öðru formi, erendrekinn með prívat-fullmakt,
í stað þess að vera kosinn á þinginu sjálfu. Og þá kvaðstu
bera það traust til mín, að þú hugsaðir þjer mig helzt
sem erendreka þingsins, en það traust er nú kannske
horfið nú. Jeg efast þó um að aðrir segi einarðlegar mein-
mgu sína, hver sem í hlut á, en jeg, og jeg þykist hafa
sýnt það, að jeg hika mjer ekki við að segja stjórninni til
syndanna, þegar mjer býður svo við að horfa.
Jeg vonast eptir svari þínu sem allrafyrst, því j eg er að
hugsa um að bregða mjer til Ameríku í sumarleyfinu.
Með beztu kveðju.
Þinn einl.
Valtýr Guðmundsson
erendrekastefnan. Þingmálafundur, sem haldinn var á ísafirði 4.
júní 1895, samþykkti svofellda tillögu: „Fundurinn skorar á
alþingi að taka til íhugunar, hvort ekki sé gjörlegt, að skipaður
verði sérstakur erindsreki fyrir landið, til að flytja ísl. löggjaf-
armál fyrir stjórninni í Khöfn, á meðan stjórnarfyrirkomulag
það helzt, sem nú er.“ (Þjóðv. ungi 7. júní 1895).
6. bréf
Síðla maímánaðar heldur Valtýr Guðmundsson vestur um
haf, og er Þorsteinn Erlingsson í för með honum. Aðalerindi
þeirra er að rannsaka rústir við Boston, sem sumir álíta að
séu frá dögum Vínlandsfara. Valtýr notar tækifærið til þess
að fara norður í Kanada, þar sem hann hittir móður sína,
stjúpa og hálfsystkin. Hann skrifar síðar um ferð sína í
fyrsta hefti Eimreiðarinnar 1897. Meðan Valtýr er á ferða-
lagi sínu, kemst prentaða bréf hans frá 8. apríl í hámæli.
Guðlaugur Guðmundsson sýslumaður verður fyrstur til þess
að gera það að opinberu umtalsefni, en síðar birta blöðin
Dagskrá og Þjóðólfur bréfið í heild. í Þjóðviljanum unga
birtast greinar um málið, Athugasemd 22. júní og Makkið