Saga - 1974, Blaðsíða 139
TIL SKÚLA THORODDSENS
131
30. júní og 11. júlí. í Danmörku ber það til tíðinda, að Nelle-
mann fær lausn frá ráðherrastörfum, en við tekur Nicolai
Reimer Rump, amtmaður í Hjorring á Jótlandi.
Khöfn, V., Kingosgade 15 4./9. ’96.
Kæri vin!
Ekki hef jeg fengið neitt svar frá ykkur ísfirzku þing-
mönnunum upp á prentaða brjefið mitt í vor. Getur það
ef til vill stafað af því, að ykkur hefur verið kunnugt, að
jeg hef ekki verið heima í sumar, enda kom jeg ekki heim
fyrri en eptir að síðasti póstur kom frá Islandi. Jeg kom
heim 26. ágúst. Varla held jeg að orsökin sje sú, að þið
ætlið ekki að sýna mjer svo mikla kurteisi að svara mjer,
því auðvitað hefur svarið sömu þýðingu fyrir mig, þó það
8'angi á móti tillögum þeim, sem settar eru fram í brjefi
mínu.
Jeg þykist nú reyndar sjá forlög Kartagóborgar, að því
ei’ þig snertir, af greinum þínum í Þjóðviljanum, sem jeg
annars finn ástæðu til að þakka fyrir að því leyti, að það
er eina blaðið, sem rætt hefur málið af nokkurri skyn-
semd og óhlutdrægni. En þó þar sje nú maldað töluvert
í móinn á móti, þykist jeg ekki af því geta verið viss um
æfstöðu þína til málsins og vildi því beiðast skriflegs svars
fi'á þjer persónulega. Það er langt frá því, að jeg misvirði
þfið, þótt þú skrifaðir um brjef mitt eptir að búið var að
opinbera það, en þakka fyrir, að þú tókst í lurginn á Guð-
hmgi fyrir allt hans lubbalega og lúalega „skriveri.“ Hann
átti það skilið. Mjer finnst eiga bezt við að kalla þá, sem
vhja ekkert gera, ef stjórnin uppfyllir ekki kröfur þeirra,
nema hopa af vígvellinum (eins og Guðl. og Þórh. saman-
her ræðu Þórh. á síðasta þingi), — að kalla þá hjer eptir
ekki „leglana," heldur beinlínis „heiglan&.“ Það er nafn
Sem karakteríserar mennina, því öll framkoma þeirra og
01’ð bera vott um hinn mesta heigulskap. Og þeir eru víst
ekki einir í því liði, heldur munu flestir eða allir emb-
ættismennirnir í Rvík fylla þann flokkinn. Jeg hef fengið