Saga - 1974, Blaðsíða 140
132
BRÉF VALTÝS GUÐMUNSSONAR
svör frá ýmsum þingmönnum, en Rvíkurþingmennirnir
þegja eins og steinar. Þeir þora hvorki að vera með eða
móti — blessaðir heiglarnir. Þeir vita að jeg hef stjórnina
á bak við mig í tilboði mínu og þá getur verið varasamt
að úttala sig á móti, en hins vegar þora þeir ekki að vera
með. Og af hverri ástæðu? Eptir því sem jeg hef komist
næst, af því þeir eru hræddir um að jeg kunni að verða
ráðgjafi, ef þetta kæmist á fyrir mína milligöngu. En þeir
munu hafa ætlað sjálfum sjer bitann og mundu líklega
hafa gengið að öllu óskorað, ef einhver af þeirra sauða-
húsi hefði verið milligöngumaður. Jeg hef heyrt eptir
Manga sjálfum, að hann væri hræddur um að jeg ætlaði
mjer að verða ráðgjafi. Hann álítur þá sjálfur, að hann
standi ekki á fastari fótum en það. Honum er það nú líka
óhætt karlsauðnum, því hann yrði aldrei ráðgjafi, þótt
breytingin kæmist á nú sem stendur. Hvort hann kynni
að verða það, ef svipuð breyting kæmist á seinna meir,
skal jeg láta ósagt. Það getur vel verið. Getur verið að
hann yrði landsstjóri, ef það fyrirkomulag kæmist á.
Þið ættuð nú að gera bandalag við mig Isfirðingarnir
og ykkar liðar og þú ættir að bregða þjer út fyrir pollinn
í haust til þess að ræða málið með mjer og koma öllu í lag.
Þá er jeg viss um að okkur mundi takast að koma sjálf-
stjórnarmáli íslands í viðuna [n] legt horf áfárra ára fresti.
Ben. stendur eptir liðlaus, ef þú skilst við hann, því eng-
an flokk hefur hann. Og hans stefna verður aldrei nema
til skaða, því það er ekki til þess að hugsa að fá allt í einu.
En þó einhverju sje tekið í bráð, er aldrei hægt að binda
hendur alþingis til að heimta meira. Ef þú vildir ganga
í bandalag með mjer, þá er sigurinn vís, því „heiglana"
má alltaf hafa í vasanum, þegar stjórnin er með. Þeir
munu ekki fara að beita sjer mikið gegn henni.
Ben. Sv. kvað vera búinn að fá ferðaleyfi og ætla að
koma hingað í haust. Hann ætlar sjer nú að taka nýja
ráðgjafann glóðvolgann. En það er víst óhætt að spá því
að við hann verði aldrei samið mikið. Jeg get og sagt með