Saga - 1974, Page 141
TIL SKÚLA THORODDSENS
133
fullri vissu, að nýi ráðgjafinn mun ekkert gera í þessu
máli, nema eptir ráðum Nellemanns. Hann ræður eins öllu
í því, þótt hann sje farinn frá.
Blessaður skrifaðu mjer nú sem fyrst um afstöðu þína
til málsins og fáðu síra Sig. til að skrifa mjer líka, nema
þú getir skrifað fyrir ykkur báða. — En helzt komdu sjálf-
ur, því þá get jeg betur sett þig inn í allan hugsunargang
minn, en jeg get brjeflega.
Með beztu kveðju.
Þinn einl.
Valtýr Guðmundsson
NB. Jeg vona að þú skoðir þetta brjef sem privatissime.
R (eykja) víkurþinymennirnir. Þingmaður Reykvíkinga var Jón Jens-
son yfirdómari, en Valtýr mun eiga hér við þá þingmenn, sem
búsettir voru í Reykjavík.
7. bréf
Skúli Thoroddsen svarar stuttlega síðasta bréfi 23. sept-
ember og segir: „Jeg met mikils þinn einlæga og góða vilja
að hrinda okkar mesta nauðsynja- og jafnframt mesta vand-
ræðamáli eitthvað áleiðis.“ Hann kveðst eiga svo annríkt, að
hann geti ekki svarað bréfi hans frá í vor, en ætli sér að
skrifa honum með Thyru 29. september. Skúli dregur þó að
svara til 30. október, en þá sendir hann Valtý rækilegt bréf,
þar sem hann heitir honum stuðningi með þeim skilmálum,
að sérstakur ráðgjafi verði skipaður fyrir næsta þing og ráð-
gjafinn verði hvorki Magnús Stephensen né neinn liðsmanna
hans.
Khöfn, V., Kingosgade 15 5./12. ’96.
Kæri vin!
Jeg þakka þjer kærlega fyrir brjef þitt frá 30. okt.
P-a-, sem mjer þótti mjög vænt um að fá og sem var svo
Sott, sem jeg frekast gat búizt við. Úr því að ferð fellur,
Pó hún sje til Austurlandsins, vil jeg ekki láta hjá líða
a kvittera fyrir móttöku brjefsins, þó jeg hins vegar
Seti lítið ákveðið sagt. Jeg byrjaði náttúrlega strax eptir