Saga - 1974, Page 142
134
BRÉF VALTÝS GUÐMUNSSONAR
að jeg fjekk brjefið að hafa mig á kreik með samnings-
tilraunir mínar, en tíminn síðan er ekki svo langur, að
von sje til að árangur sje fenginn enn, því þessir stjórnar-
herrar hlaupa nú ekki af sjer tærnar og eru seinir í snún-
ingum. Þó býst jeg við að ekki líði margir dagar áður en
jeg fæ að vita resúltatið, en heim getur það ekki komizt
úr því á þessu ári. En jeg hef heimtað, að allt verði af-
gert innan skamms og svar upp á þingsályktunina í sam-
ræmi við niðurstöðuna verði sent með janúarferðinni
heim, svo allt sje klappað og klárt áður en landshöfðingi
fær nokkurt tækifæri til að blanda sjer í málið, eða
stjórnin geti leitað hans ráða. Dybdal rær reyndar bæði
á móti þessu (o: að gengið sje fram hjá landshöfðingja)
og öllum mínum samningstilraunum, en hann er þó farinn
mikið að linast, því jeg ljet mann tala við hann hjerna um
daginn, sem hann hefur beig af. Dybdal vill halda öllu í
alveg sama horfinu og verið hefur og þverskallast við öll-
um breytingum, en hann játaði fyrir mjer í fyrra dag, að
hann mundi líklega verða undir með þær tillögur sínar,
því nýi ráðgjafinn mundi líklega fylgja manni, sem jeg
hef unnið alveg á mitt mál og sem virkilega gerir sjer far
um að styðja mig. Horfurnar eru því að ýmsu leyti góðar.
Samningsgrundvöllurinn er allur sá sami, sem jeg hef
tekið fram í brjefi mínu (ábyrgð fyrir innl. dómstóli fæst
ekki). En svo er skilyrðið, sem þú setur, að ráðgj. sje
skipaður fyrir þing. Þessu hef j eg í rauninni allt af haldið
fram, en ekki verið útlit fyrir að jeg fengi því framgengt.
Eptir því sem jeg veit bezt, er það nú sem stendur eina
atriðið, sem stendur á. Þar á mót mun stjórnin fús á að
ganga að því að tilnefna ráðgjafaefnið og gefa ákveðið
loforð um það, hver það eigi að vera, ef breytingin nái
samþykki þingsins, og að landshöfðinginn sje þar frá-
skilinn, sem reyndar hefur verið samningsatriði frá
upphafi, sem er fullkomlega afgert, eins og jeg hef vikið
á við þig áður.
Þegar jeg síðast var að semja, var resúltatið það, að