Saga - 1974, Síða 143
TIL SKÚLA THORODDSENS
135
stjórnin, eða sá, sem jeg átti við fyrir hennar hönd, taldi
mikla meinbugi á því, að skipa ráðgj. nú þegar fyrir þing,
og áleit að stjórnin mundi tæplega ganga að því, en aftók
það þó ekki með öllu. Síðan hef jeg innsent skriflegt inn-
legg og reynt að taka á allri minni skriffinskukúnst til
þess að færa rök fyrir því og sannfæra stjórnina um það,
hve nauðsynlegt væri að uppfylla þetta skilyrði, og er jeg
nú að vona að það kunni að hrífa, en svarið er ókomið
enn, og þó hálfur mánuður liðinn síðan; en Dybdal hefur
sagt mjer, að verið sje að bræða málið og hann er búinn
að leggja fram sínar tillögur fyrir ráðgjafann, og þær eru
náttúrl. á móti, en þær eru á móti öllu planinu og munu
því ekki verða teknar til greina, af því sterkari hönd er
á móti mín megin. Jeg mun halda þessu atriði fram til
streytu, þangað til jeg sje að allt ætlar að bresta. En ef
nú stendur á því einu, þá finnst mjer ekki frágangssök að
ganga að ákveðnu loforði um manninn í þess stað, þó það
auðvitað sje meiri áhætta, því þá er ekki eins víst að mál-
iö hafist gegn um þingið. Þó held jeg nú að það yrði, svo
fi’amarlega, sem þú ljetir þjer þetta lynda, því landshöfð-
mgjasinnar mundu þá verða með því, af því þeir byggjust
^ið að hann yrði fyrir valinu, en jeg mundi sjá svo um
(°g heimta það) að hann fengi ekkert um það að vita,
hverjum væri ætlað að verða ráðgjafi, en jeg gæti að eins
sagt það þeim sem mjer þóknaðist og fært sönnur á mál
mitt. Auk þess mundi enginn tekinn til nema eptir sam-
*áði við mig, þannig að jeg gæti sett veto fyrir mann, þótt
Jeg fengi ekki að ráða hver hann yrði.
Ef nú svo skyldi fara, sem jeg vona að ekki verði, að
jeg fengi ekki kröfu minni framgengt um skipun ráðgjaf-
ans fyrir þing, en að eins ákveðið loforð um manninn
á þann hátt, sem jeg hef nefnt, þá vildi jeg nú þegar
sPyrja, hvort þjer fyndist frágangssök að verða með
undir þeim kringumstæðum, og væri mjer kært að fá
svar þitt svo fljótt, sem mögulegt er, með fyrstu ferð,
Sem þú veizt af til útlanda eptir að þú færð þetta brjef.