Saga - 1974, Síða 144
136
BRÉF VALTÝS GUÐMUNSSONAR
Jeg tel nú reyndar víst, að svar þitt geti ekki komið fyrri
en um seinan, því mjer er um að gera að fá málið afgert
í þessum mánuði, eða að minnsta kosti áður en stjómin fær
færi á að fara að ráðgast við lh., og verð því annaðhvort
að hrökkva eða stökkva, ef allt ætlar að bresta á þessu
skilyrði. En það getur þó verið hugnun fyrir mig, þó
aldrei sje nema eptir á, að fá að vita afstöðu þína svo fljótt
sem unnt er. Það er ekkert þægilegt að eiga í samningum,
þegar sona stendur á, að sumir af þeim, sem við þarf að
semja, eru svo langt í burtu, að ómögulegt er að ná til
þeirra í tæka tíð.
Jeg hef nú skrifað þjer allt sem jeg get sagt um málið
að svo stöddu og vona að þú skoðir það, sem fullkomið
„launungarmál“ (útlegging mín á „fortroligt“ eða „prí-
vat“). Með janúarferðinni vona jeg að geta skrifað hið
„endilega resultat," svo framarlega sem ekkert ófyrir-
sjáanlegt kemur fyrir, sem verði því til fyrirstöðu. — Jeg
vona að þú bæði í Þjóðviljanum og með öðru móti reynir
að vinna þingmenn og þjóðina fyrir málið, ef til kemur,
og væri þá bezt að byrja nú þegar með „forberedende“
greinum, svo meðmælingin þyrfti ekki að koma seinna
sem skúr úr heiðríkju — eða fjandinn úr sauðarleggnum,
ef þú vilt það heldur.
Með beztu óskum um nýtt og gott ár fyrir okkur báða
og landið okkar.
Þinn einl.
Valtýr Guðmundsson
NB. Jeg hef fengið brjef frá þingmönnum, sem standa
ísafold mjög nærri, og veit að þeir muni verða með stjórn-
arfrv. eptir minni kokkabók, ef á á að herða. Að Isafold
er svo hnakkakert á að vera fín taktík til þess að pressa
stjórnina meðan hún hefur ekki svarað, en þegar svarið
er komið þá mun koma annað hljóð í strokkinn. „Stand-
punkt“ Isaf. er landsh. standp. (statsr.spursmálið). Jeg
veit hvað hann hefur innstillt.