Saga - 1974, Side 145
TIL SKÚLA THORODDSENS
137
byrja nú þegar með „forberedende“ greinum. Greinar tóku brátt
að birtast í Þjóðviljanum unga, þar sem lesendur voru búnir
undir stuðning Skúla við valtýsku. Glöggt kemur þetta fram
í greininni, Pólitískar horfur, sem birtist 4. febrúar 1897, þar
sem segir, að hafi þing og þjóð eigi þrek til þess að fylgja
gamla stjórnarskrárfrumvarpinu, þá sé eina tiltæka ráðið að
haga stjórnarskrárbaráttunni eftirleiðis svo, að ríkisráðsspurn-
ingin sé eigi þannig samtvinnuð við breytingar á stjórnar-
skránni, að þær hljóti allar að falla, meðan stjórnin breytir
ekki skbðun sinni á þessu atriði.
Jeg veit hvað hann hefur innstillt. Magnús Stephensen sendi ráð-
gjafa umsögn sína með þingsályktunum beggja þingdeilda í
stjórnarskrármálinu 20. desember 1895.
8. bréf
Valtýr leitar samninga við dönsk stjórnvöld, en það tefur
fyrir, að íslandsráðherrann er nýr og hefur takmarkaða
þekkingu á íslenzkum málefnum, auk þess sem hann hefur
öðrum hnöppum að hneppa. Valtýr kveður þó samninga
komna það vel á veg, að frá þeim muni verða gengið 18.
janúar, en niðurstaðan verði töluvert önnur en í prentaða
bréfi hans frá 8. apríl 1896.
Kingosgade 15; Khöfn, V. 14. janúar 1897.
Kæri vin!
Gleðilegt nýjár! — Jeg skrifaði þjer brjef í desember,
sem jeg sendi til Seyðisfjarðar í þeirri von að það kæmist
Þó einhvern tíma til þín, og vona að þú hafir nú fengið
t*að á undan þessu. 1 því gat jeg þess, að jeg mundi nú
ttieð þessum pósti (janúarferðinni) geta skrifað þjer
íú’einilega um afdrif stjórnarskrármálsins hjer. Því mið-
Ul' get jeg nú ekki ent þetta, af því málið er enn á því
stigi, að mjer er ómögulegt að skýra neinum frá því út
1 frá. Þetta kemur alls ekki af því, að jeg treysti ekki full-
komlega þagmælsku þinni, heldur af því að samningum
^íhum við stjórnina er ekki fullkomlega lokið, og verður
Það ekki fyrri en svo sem tveim til þrem dögum eptir að
skipið er farið. Mjer þykir þetta mjög leitt og það gerir
mjer mikinn baga, en það hefur verið ómögulegt að kom-