Saga - 1974, Side 146
138
BRÉF VALTÝS GUÐMUNSSONAR
ast hjá því. Jeg hef gert allt sem í mínu valdi hefur staðið
til þess að allt yrði klappað og klárt áður en skipið færi,
og stjórnin hefur líka leitazt við að verða við þessari ósk
minni, en það hefur reynzt ómögulegt, af því svo seint var
byrjað, en málið þannig vaxið, að ekki er auðhlaupið að því
að ráða því til lykta, einkum þar sem svo stóð á, að ráð-
gjafinn var nýr maður, ókunnugur öllum málavöxtum og
sögu málsins, og varð því fyrst að hafa langan tíma til að
kynna sjer þetta, en hefur hins vegar nauman tíma, þar
sem hann sem justitsminister hefur mörgum öðrum
vandasömum störfum að gegna.
Jeg hef hvað eptir annað verið kallaður til að ræða málið
við ráðherrann, seinast í dag (og þar áður í fyrradag),
en sú endilega niðurstaða er þó ekki enn fengin svo fylli-
lega, að jeg geti sem stendur neitt um hana sagt. Þó veit
jeg hana nokkurn veginn, en það er mögulegt að þær
breytingar kynnu þó enn að verða á henni, að það væri
mjög óvarlegt af mjer að flabra nokkuð um hana að
svo stöddu og leiða menn kannske með því á glapstigu.
Það eina sem jeg get sagt að svo stöddu er þetta. Málið
verður afgert innan fárra daga (á mánudaginn kemur,
18. þ.m.) með samkomulagi milli mín og stjórnarinnar,
en landshöfðingi verður alls ekki spurður til ráða um
neitt því viðvíkjandi. Niðurstaðan verður ekki sú sama,
sem jeg setti fram í brjefi mínu, heldur töluvert önnur.
Þó verður hún þannig löguð, að jeg hef töluverða von um
að við (jeg og þú) getum átt samleið í málinu, án þess
jeg þó telji það fullkomlega víst. Það eru nokkur atriði,
sem jeg veit ekki enn svo vel um, að jeg geti gert mjer
fullkomlega ljósa hugmynd um það, hvort við munum geta
unnið saman. Jeg vona að svo fari.
Geti jeg spurt upp nokkra skipsferð til Vesturlandsins,
áður en reglulegur póstur fer heim næst, mun jeg reyna
að nota hana til þess að skrifa þjer frekar um málið. Að
þessu sinni verður þú að fyrirgefa, þó jeg geti ekki skrif-
að þjer greinilegar en þetta. Jeg veit að þjer þykir það