Saga - 1974, Side 147
TIL SKÚLA THORODDSENS
139
leitt, en þó varla leiðara en mjer sjálfum, því mjer er full-
ijóst, hverja þýðingu það getur haft, að fá að vita í tíma,
Jwer stefnan verður í málinu. En jeg get ekki sagt meira
en jeg hefi sagt nú.
Það væri æskilegt, að þú vildir stuðla að því í blaði þínu,
að allir þingmenn hefðu sem mest óbundnar hendur í mál-
inu á komandi alþingi, því það getur haft mikla þýðingu
fyrir málið, en mun hins vegar hættulaust, því lítil líkindi
eru til að málinu verði ráðið til lykta í sumar. Það geta
verið til aðrir vegir til þess að þoka málinu stórt skref
áfram en sá, að samþykkja beinlínis stjórnarskrárfrum-
varp, án þess þó að hætta við meðferð þess. — Jeg á þó
ekki við nýja „tillögu“ (þingsályktun).
En það er bezt að hætta þessu þokuhjali. Jeg vona hvað
sem öðru líður, að þú sjáir um að hafa sjálfur óbundnar
bendur, þangað til þú heyrir eitthvað frá mjer næst,
hvernig sem þá kann að ráðast.
Með beztu kveðju frá mjer og konu minni.
Þinn einl.
Valtýr Guðmundsson
9. bréf
Valtýr er óánæg-ður með þá niðurstöðu, sem stjórnin hefur
komizt að, og leitast við að fá henni breytt. Hann skýrir
Skúla greinilega frá samningsdrögum og hvernig málið horfi
nú við.
Khöfn, V.; Kingosgade 15 13./3. ’97.
Kæri vin!
Þegar jeg skrifaði þjer síðast með janúarferðinni, var
Jeg í miklum vandræðum, hvað jeg ætti að skrifa, því jeg
Var múlbundinn. Nú er jeg betur settur, en af því jeg hef
mJög nauman tíma og má til að skrifa fleiri brjef, verð jeg
Pó að skrifa mjög stutt og get því ekki skýrt ganginn í
málinu eins og þörf væri á. Jeg hef mátt halda á spöðun-
Um í vetur við að teygja stjórnina sem lengst og hefur