Saga - 1974, Qupperneq 148
140
BRÉF VALTÝS GUÐMUNSSONAR
ýmist verið sókn eða vörn frá minni hálfu, einkum gagn.
vart áhrifum Dybdals.
Þegar jeg skrifaði þjer síðast sagði jeg að málið væri
afgert frá stjórnarinnar hálfu, eða hvað hún ætlaði að
gera á næsta þingi. Þetta var beinlínis skrifað samkvæmt
samtali mínu við ráðgjafann daginn áður. En önnur hefur
orðið raunin á. Jeg var ekki ánægður og hjelt því áfram
tilraunum mínum og reyndi að vinna á móti þeirri niður-
stöðu, sem ráðgj. og Dybd. vóru komnir að. Svo stóð svo á,
að jeg var kallaður til að tala við konsejlspræsidentinn, —
því niðurstöðuna var ekki hægt að framkvæma nema með
hans liðsinni, hún var svo löguð — og þá tók jeg á allri
minni mælsku til að sannfæra hann, og tókst það víst að
ýmsu leyti. Við þetta hefur situatiónin breytzt svo, að nú
er óráðið, hver niðurstaðan verður. Ráðgj. er nú á báðum
áttum, og mun það því aðallega komið undir mínum tillög-
um, hver hún verður og þeim upplýsingum, sem jeg get
gefið.
Ef þú hefðir komið hingað í haust var eins og þú hafðir
í hyggju, þá væri nú allt klappað og klárt, og skeð gæti
að það gæti lagast allt enn, ef þú kæmir. — En verst hef-
ur mjer þó þótt, að jeg hef enn ekki fengið neitt svar frá
þjer uppá brjefið, sem jeg skrifaði þjer í des. og sendi til
Seyðisfjarðar með extraskipi. En það stafar sjálfsagt af
því, að brjefið hefur ekki náð svo snemma til þín, að svar
gæti verið komið. Jeg er nú allt af að vona eptir brjefi frá
þjer yfir Noreg, ef einhver ferð kynni að falla þangað frá
Vesturlandinu.
Jeg vil strax taka það fram, að allt, sem jeg nú skrifa
þjer um málið, er skrifað í trausti þess drengskaparorðs,
sem þú hefur einu sinni gefið um, að þú haldir öllu leyndu.
Landshöfðingi er það frekast jeg veit alls ekki spurður
til ráða, heldur jeg einn, og nýt jeg sem stendur fulls
trausts.
Situatiónin er nú þessi: Annaöhvort af tvennu verður
að program mitt í prentaða brjefinu gengur alveg í