Saga - 1974, Síða 151
TIL SKÚLA THORODDSENS
143
10. bréf
í marzmánuði heldur Skúli Thoroddsen til Skotlands í
verzlunarerindum, en þaðan bregður hann sér til Kaup-
mannahafnar. Hann gengur á fund Rumps íslandsráðherra
og leggur áherzlu á, að sérstakur ráðherra fyrir ísland verði
skipaður fyrir þing, en Rump er þessu andvígur. Þegar Valtýr
skrifar næsta bréf er ekki gott í efni, samkomulag hefur
ekki enn tekizt og stjórnarkreppa er í landinu. Eftir nokkurt
þóf er Horring skipaður forsætisráðherra í stað Reedtz-Thott,
en Rump fer enn með dómsmál og íslandsmál.
Khöfn, V.; Kingosgade 15; 15./5. ’97.
Kæri vin!
Nú er komið fram í miðjan maí, og jeg er engu nær
ttteð stjórnarskrármálið. Allt stendur við það sama eins
°g þegar við skildum hjer í apríl. Rump ákvað eptir sam-
talið við þig að gera ekkert og úr því hefur ekki verið að
aka, hvernig sem jeg hef hamast á honum. Hann sagði,
að ef þú hefðir viljað ganga að sömu kostum og jeg án
skildagans um skipun ráðgjafans, þá hefði málinu verið
raðið til lykta undir eins þá, en nú væri of seint að fást
V1ð það, einkum þar sem ráðaneytið væri á fallanda fæti.
Þetta er nú reyndar satt, að ráðaneytið hefur ekki getað
stigið neitt þýðingarmikið spor, síðan þú fórst, heldur
að eins getað annast „de lobende forretninger," af því ráð-
gjafarnir hafa ekki vitað, hvort þeir yrðu eða færu.
»Krisen“ hefur alltaf staðið yfir þangað til fjárlögin
l°ks voru felld í landsþinginu fyrir viku síðan (laugar-
^ag), þá fjell stjórnin öll, og síðan hefur konungur verið
að baslast við að finna nýjan forsætisráðherra (eða Est-
luP fyrir hans hönd, því hann steypti ráðaneytinu og hef-
Ur því ábyrgð og skyldu til að finna nýja stjórn), en það
VR'ðist ætla að ganga tregt, því allir þeir gózeigendur og
greifar, sem Estrúp hefði helzt kosið, hafa rokið á stað
1 ferðalög til útlanda, svo ekki yrði náð í þá. Mönnum lízt
e ki á að taka við stjórn eins og nú er á statt. „Köben-