Saga - 1974, Síða 152
144
BRÉF VALTÝS GUÐMUNSSONAR
havn“ segir nú í kveld að telja megi víst að greifi Mogens
Fris (landsþingismaður) verði forsætisráðherra, en hvort
nokkuð er hægt að reiða sig á þá fregn, er ekki að vita.
En hver sem það verður, þá kemur til hans kasta að finna
hina ráðgjafana. Ætla margir að flestir verði hinir sömu,
nema Bardenfleth muni falla og kanske einhverjir fleiri.
Rump búast menn helzt við að verði.
Jeg hef náttúrlega lagt að Rump, að reyna nú að sjá
um að tækifærið yrði notað til að skipa sjerstakan
Isl.ráðgj., Islending, og tók hann því að vísu ekki illa,
heldur fremur vel, og sagði að í rauninni væri ekkert því
til fyrirstöðu að það yrði gert, því ráðaneytið væri sjer.
stakt ráðaneyti, og hann játaði, að það væri ekki heppi-
legt, að nú kæmi aptur enn bráðókunnugur maður öllum
Islandsmálum. En hann kvað mjög óvíst að hann hefði
nokkurt atkvæði í því tilliti. Jeg tók fram, að hann mundi
verða aptur dómsmálaráðherra, og sagði hann þá, að þá
gæti hann hreyft spurningunni, ef svo færi, sem væri
næsta óvíst, því þó menn vildu hafa sig, væri eptir að vita,
hvort hann vildi vera. Hann lofaði eklci beinlínis að beit-
ast fyrir málinu, en aftók það heldur ekki beinlínis. En
jeg geri mjer þó ekki miklar vonir í því efni, því þó svo
kynni að fara að hann hreyfði því, þá mun hann varla
fylgja því með neinum dug, ef það mætir mótstöðu.
Horfurnar eru því ekki glæsilegar. En jeg sleppi þó
ekki enn voninni um að stjórnin geri eitthvað. Þá von
byggi jeg ekki á Rump, heldur á Nellemann. Jeg hef leitað
liðs hjá honum og sýnt honum fram á, hve afaróheppilegt
það væri að stjórnin gerði ekkert, og hefur hann lofað
mjer liðsinni sínu og sagzt skyldi hreyfa málinu jafnskjótt
og „krisen“ væri búinn; fyrri væri það ekki til neins. Og
það sem hann einu sinni lofar, stendur eins og stafur á
bók, og áhrif getur hann haft, ef hann leggst á. En hann
kveðst ekki geta ráðið til að skipa ráðgjafa fyrir þing.
Kom okkur því helzt saman um, að hann — eptir því sem
málið horfði við nú — annaðhvort fengi ráðgj. til að fara