Saga - 1974, Síða 153
TIL SKÚLA THORODDSENS
145
sjálfan til Islands eða senda landsh. fullbúið frv. með um-
boði til að legg-ja það fyrir þingið, ef hægt væri fyrirfram
að fá vissu fyrir, að það yrði samþykkt, en annars ekki.
En yrði þetta ofan á, er óvíst, að frv. gæti komið fyrri
en 3. eða 5. júlí, enda gerir það ekki mikið til. Tíminn
ePtir myndun hins nýja ráðaneytis og til 30. maí verður
svo naumur, að ómögulegt yrði að koma því í kring að
frv. færi þá heim.
Þetta er allt, sem jeg hef að segja, og náttúrlega allt
Prívatissime.
Telegrafmálið á góðum vegi. „Det store Nordiske“
Eomið með í leikinn.
Þó þú kunnir að heyra því fleygt, að þú hafir átt tal
við ráðgjafann, máttu ekki ætla, að það sje eptir mjer.
Élafur Halldórsson sagði mjer frá því (hefur fengið það
hjá Dybdal og hann hjá Rump) og úr því býst jeg við,
að það komist veg allrar veraldar gegn um Vídalín o.fl.
Þó vissi Ólafur nú víst ekkert greinilega um hvað ykkur
hafði farið á milli, að mjer skildist, heldur að eins að þið
hefðuð talað saman.
Brjef, sem kom til þín hingað of seint til þess að það
n0sði í þig í Skotlandi, sendi jeg hjermeð aptur.
Jeg vona að við hittumst í Rvík nógu snemma fyrir
Þing til þess að raða dálítið niður peðunum í taflinu í
sumar, því ekki mun af því veita, ef allt á ekki að fara
í eintómum handaskolum.
Með beztu kveðju frá mjer og konunni.
Þinn einl.
Valtýr Guðmundsson
l0bende forretninger, brýnustu störf.
gens Fris (Frijs) gósseigandi og lénsgreifi, hægrimaður.
e store Nordiske“ komið með í leikinn. Þjóðviljinn ungi 30.
Juní 1897 segir, að enskt félag sé fúst til þess fyrir forgöngu
litchells enska að leggja fram fé til fréttaþráðar til íslands
Segn nokkru framlagi úr landssjóði. „En svo er að sjá sem
önum hafi, er til alvörunnar kom, þótt skömm að því að láta
10