Saga - 1974, Page 155
KOLBEINN ÞORLEIFSSON
Nokkrar athuganir á kenningum
Einars Pálssonar um trú og landnám
íslands til forna
Á árunum 1969—1972 hefur Einar Pálsson skólastjóri
í Reykjavík gefið út þrjár bækur, sem hann nefnir „Rætur
íslenzkrar menningar”. Bækur þessar hafa að geyma
túlkun hans á heimsmynd heiðinna og kristinna Islend-
inga, einkum þeirri heimsmynd sem legið hefur til grund-
vallar við landnám landsins. E. P. telur, að heimsmynd
^eggja þessara hópa hafi í grundvallaratriðum verið sú
sama. Til þess að hafa einhvern texta til að skýra hug-
ftiyndir sínar með, grípur hann til Njáls sögu. Hann vill
meina, að Njála sé samin samkvæmt „þekktustu rithefð
naiðalda”, allegóríunni (launsögunni), og í fyrstu bók
sinni „Baksvið Njálu”, Rvk 1969, útskýrir hann í 64 til-
gátum, hvernig hann hugsar sér allegóríu Njálu. Hún á
að vera skiljanleg út frá Hjóli Rangárhverfis, er sé til-
tekið goðfræðilegt fyrirbæri, sem E. P. meinar, að sé
nrfur indógermanskra þjóða, og hægt sé að rekja frá
Indverjum og Hittítum til fornra konungdæma Jóta og
Svía í Jellinge og í Uppsölum. — Þetta útskýrir E. P.
nánar í 2. bók sinni „Trú og landnám”, Rvk 1970. í þeirri
bók leitar hann að vísu miklu víðar fanga, þ. e. hjá Súm-
enum og stjörnuspáfræðingum fornaldar, hjá Japönum og
Irum. — I þriðju bók sinni „Tíminn og eldurinn”, Rvk
1^72, leggur hann sjálfa biblíu Gyðinga og kristinna
^nanna undir sig og útskýrir hana með þessari sömu að-
lörð, auk þess sem hann gerir ítarlegri grein fyrir hinu
heilaga konungsdæmi í Tara á Irlandi.